föstudagur, nóvember 14, 2003

svo er það bara Todmobil í kvöld!
yeah baby yeah!!!
Ruby Thuesday fær 2 kokteilsósur
þar sem allir eru að spurja mig endalaust, þá bara verð ég að taka fram að ég fór á Ruby Thuesday í hádeginu og fékk mér safaríkan hamborgara. ég reyndar fíla ekki svona hamborgara.... finnst alfeg hræðilegt þegar maður finnur ekki bragð af neinu nema grilluðu kjötflykki, en sér samt að það er bæði grænmeti, brauð og sósa í matnum. soldið skerí. jón var hins vegar algjörlega "un-shy" og fékk sér einn tvöfaldan. úff. en franskarnar voru mjög góðar, þó að appelsínið' hafi verið bragðlaust. þannig að ég neyðist til að gefa Ruby Thuesday aðeins 2 kokteilsósur af 5.
ég er að fara að fá mér ekkvað Óhugnanlega fitandi í hádegismat :) svona er ég góð í að tala SUMA til.
hohoho :D


amma mega-Hers
annáll...
...síðustu daga. enda veitir ekki af, gjörsamlega allt að gerast hérna í beinni útsendingu.
ég er s.s. búin að vera að kenna uppí tónó fyrir hana Kötu Árnadóttur á fiðlu. ferlegt stuð, þó ég segi sjálf frá og hafði ekki grun um það í byrjun. krakkarnir eru bara sætir og góðir og gera allt sem maður segir. eða allavega reyna það. góð tilbreyting við SUMA sem gera EKKERT sem ég segi þeim að gera. svo er nottla stemmari dauðans á kaffistofunni, og ég kenndi líka einni vinkonu ása bróður. fattaði það nú ekki fyrr en eftir á. soldið sló mó.
en ekki eru farir mínar sléttar enn, á miðvikudagskvöldið fór ég í bíó með herra leiklistarnema, aka fæðingablettanebbaling, aka barabilun á scary movie 3. það var algjör snilld. myndin er svo léleg, þunn og illa leikin að það er Unun á að horfa. svo eru hryllingsmyndir svo gjörsamlega teknar í R****gatið að maður getur ekki annað en hlegið úr sér lifur og brisi.
jammdíjammó já
gleymum heldur ekki Badmintonferðinni yndislegu með sáluhelmingnum mínum honum Arnari. úff hvað var orðið aaaaallt of langt síðan ég sá hann síðast. en þessi samverustund minnir óspart á sig og er ég ennþá með harðsperrur alfeg frá hægri rasskinn og uppí háls. smart. við kíktum á Hressingarskálann eftir herlegheitin og ég fékk mér kaffi og sódavatn. fínn staður en herra algjörlega óþolandi að afgreiða. af hverju labba sumir karlmenn með hökuna hálfan metra á undan hinum hlutunum í líkamanum? ég spyr, en fá eru svörin.
svo teiknaði ég og skrifaði mjög flotta auglýsingu fyrir hana Guðný Birnu Ármannsdóttur og vinkonu hennar Dóru Hlín Gísladóttur, en þær hafa hvorugar gert sér það ómak að kíkja í heimsókn og Ná í hana.
en það er nú kannski af því að ég hef ekkert verið heima síðan í sumar... traaaaaaa lala! :)
bloggið orðið ágætt á ný :)
jæja, allt orðið eins og það var áður en óskupin dundu yfir.
dundu?
æj vottever... en hvað er annars málið? gréta var að senda mér emil um að þetta hefði gerst hjá henni líka.
er blogger ekkert að standa sig?
hvað kom fyrir?
er jósefína og tvíburarnir ennþá í alaska?
hvar er gerfirjóminn?
mikið er ég svöng?
ég hvet allavega alla í að seifa templatin sín svona til vonar og vara.
vonar og varar?

hvað kom fyrir málstöðvarnar í mér í nótt?
er að reyna að koma blogginu mínu í gamla formið.... hvað ætli hafi eiginlega komið fyrir?
allt í einu var bara eiginlega allt í template horfið! guði sé lof fyrir að ég gerði bakkupp hér um árið.