föstudagur, apríl 23, 2004

var að skella upp nýjum dálki á linkana mína sem heitir "já takk" og þar mun ég setja linka yfir á hluti og dót sem mig langar í. svona "já takk listi", mjög hentugt þegar þið fáið hjá ykkur óseðjandi löngun til að gefa mér eitthvað fallegt. :) allt gert fyrir ykkur, dúllurnar mínar, smúss smússí
það held ég nú

What stupid celebrity are you destined to kill? by daydreamer8852
Name
Birthdate
You killed
With a
OnJanuary 23, 2018
Created with the ORIGINAL MemeGen!

You are a travelmap
If your friends need help, they come to you. You
may feel a bit lost yourself at times but as
soon as there is someone in need you are there
to guide them through the trouble.


What useful object do you resemble?
brought to you by Quizilla
SígaunaBarónnin
ekki veit ég hvað herra Strauss (ekki þessi kúlaði sem heitir Richard, heldur hinn) var að spá þegar hann skellti saman í óperuna Sígaunabaróninn. því ef það eru einhverjar tvær gerðir að tónlist sem EKKI eiga neitt sameiginlegt, þá er það sígaunatónlist og vínarvalsar.
en samt virðist þetta virka. ótrúlegt.
éger s.s. að spila í óperunni Sígaunabaróninum, sem Listaháskóli Íslands er að setja upp. plögg hérna neðar. Gunnsteinn þaðeroflítiðskinnutanumhausinnámér Ólafsson þykist veifa priki þar fyrir framan hljómsveit sem samanstendur af strengjakvartett og kontrabassa, flautu, óbói, 2 klarínettum og 2 hornum. svo maður gleymi nú ekki SNILLINGNUM á slagverkinu. það sem mér finnst mjöööööög merkilegt við þessi ósköp er það, að í fyrrnefndri hljómsveit eru aðeins TVEIR nemendur úr Listaháskólanum. hinir eru allir úr tónó rkv, nema auminginn ég úr hafnarfirði og svo hann Víðir megakrútt úr kópavogi. hvað er málið með það? eru tónlistarnemendur lhí of Góðir eða hafa of Mikið að Gera til að geta tekið þátt í uppfærslum í eigin skóla? höfum við þá eitthvað minna gera? tek sem dæmi að hún Svafa mín var í stigsprófi í dag, frumsýningardag og Berglind flautusnillingur er að halda tónleika næsta þriðjudag. eða er það kannski ekki alfeg nógu töff fyrir einleikarasnillinga framtíðarinnar að spila í svona nemendasýningu?
nú er ég ekki að segja neitt ljótt, bara velta þessu fyrir mér án þess að nefna nöfn eða gefa neitt til kynna, enda veit ég ekki nema EINA hlið á þessu máli og það er mín hlið. og við vitum nú öll hvernig mínar hliðar eru. úff.
en allavega, plögg plögg!

Óperustúdíó Listaháskóla Íslands og Íslensku óperunnar sýnir gamanóperuna Sígaunabaróninn eftir Johann Strauss yngri í styttri gerð 23., 24. og 25. apríl í Íslensku óperunni (beint á móti NæstaBar, við hliðina á Sólón. svo að blauta fólkið mitt rati nú hehe ;)

Sýningarnar hefjast kl. 20.00.

Aðgangur ókeypis


ó k e y p i s ! !
ég er svo heiladauð mér dettur eiginlega ekkert í hug að segja nema það að ég er staðráðin í því að fá mér eitthvað viðbjóðslega óhollt og ógeðslegt í hádegismat. kók og súkkulaði. hamborgara og franskar.
nammi.
pulsu með öllu nema remúlaði og bananastangir.