laugardagur, júní 18, 2005

í fyrramálið er ég að fara í Orkester Norden og verð ógeðslega lengi, hehehe!

fimmtudagur, júní 16, 2005

No blogging mister skystar

nú er ég ekkert búin að blogga lengi, og þó ég bloggaði hérna um daginn var það mjög ónytsamlegt og leiðinlegt. eða svona. allavega var ég að lesa það rétt í þessu og veltist síður en svo um af hlátri.
nú hafið þið fólkið með stóru yfirlýsingarnar ("ég er hætt/ur að blogga, blebleble") svo sannarlega fengið að súpa af ykkar eigin te-vatni. Hmoaaah ho ho ho.... HMOOOO-aaaah ho ho ho ho.... HMOOOOAAAAAH HOOOOOO HOOO (æj þið fattið hvað ég meina).
en aðalástæða þessa mikla leysis er við blogg er kennt er sú að mér var kennt að hekla.
þannig að nú sit ég/stend ég tímunum saman við heklunálina (nr. 1,75) og er búin með 4 línur af forláta (afhverju finnst mér allt í einu eins og forláta sé sama orð og forljóta?) Ljósadúk með rósamunstri.
mér finnst ég agalega dugleg og húskonuleg og er sífellt aðhrósa sjálfri mér.
ogsvo til að fá jafnvægi þá blóta ég líka mjög mikið og hef hent öllu dótinu frá mér í fjölmörg skipti auk þess að rekja upp og byrja frá byrjun örugglega fjórum sinnum.
það held ég nú.

föstudagur, júní 10, 2005

þessi er ÓGEÐSLEGA hress :D

ég auglýsi hér með...

...eftir því að vita hvað ein stelpa heitir. einn vinur minn hitti hana í árnagarði og heldur að hún heiti Sigga. en hann er nú líka sagnfræðingur svo maður tekur því með fyrirvara.
en stúlkan sú er í íslensku, dökkhærð og talar sænsku.
og þekkir mig...

Tinna talar þú sænsku?

svo er bloggið mitt aftur komið með skrítna stafi... en núna bara í linkum og því.
garg

fimmtudagur, júní 09, 2005

tími tími tími

eruð þið ekki að djóka með 9. júní!!? ég er að fara að tuðrast á "fiðlumót" eftir rúma 9 daga og á eftir að gera helling. eða svona. fyrst væri nottla sniðugt að æfa sig solítið. bara smá.
ég verð nú samt að viðurkenna að víólu-fríið síðustu daga er búið að vera ágætt. stundum þarf maður bara smá speis.
svo þarf ég að hitta hann Tuma minn, þó ekki nema bara til að láta taka mynd af okkur saman, ég neita að halda áfram með líf mitt nema ég eigi góða mynd af tuma í víólukassanum, það er nú ekki lítið sem kvikindið er búið að kenna manni. svo þarf ég lesa!
arg.
var að fatta það áðan þegar ég las bloggið hennar fjólu að harry potter SEX er að fara að koma í heiminn! þó ég sé með svona kántdán á síðunni minni þarf það ekkert endilega að þýða að ég kíki á hann... jeh. þannig að ég þarf endilega að lesa bók nr. FIMM áður en ég byrja á sexinu, hehe, ogsvo klára boy george og líka blikktrommuna.
boy er soldið leiðinleg... hann bara alltaf að tala um þegar hann var ástfanginum af þessum og svo svaf hann hjá hinum og hann var í þessum fötum og hinn var með svona hár. úff. en hann er samt geðveikt nettur. vitið að þegar "karma cameleon" (ef þið munið ekki eftir Karma Cameleon eruð þið OF UNG til að vera á síðunni, go away) var Boy George ekki nema 23 ára? mér fannst það kreisí. hélt hann hefði verið miii ki hiiið eldri.
jájájá.
Blikktromman er bara mjög fín. en guðminngóður hvað hún er löng. oh well. reyndar myndi mér ganga svossem vel að lesa þetta ef ég væri ekki alltaf í ÞESSUM HELVÍTIS KAPLI!!!

miðvikudagur, júní 08, 2005

það er ógeðslega fyndið þegar fólk segir ekki neitt.
sérstaklega þegar það Á að vera að segja eitthvað.
það er geðveikt fyndið og svo fær maður leið á því. svo líða nokkrar sekúntur og þá er það aftur fyndið.
je minn.
allt � einu birtast engvir �slenskir stafir � vafranum m�num.
�etta kann �g illa a� l��a.
eins og �eir segja � danm�rkunni.

*updeit*
-nú náði ég að breita linkunum yfir í íslensku en ekki hinu.... grrrr

þriðjudagur, júní 07, 2005

jæja....

þá er ég eins og hálfviti í enneitt skiptið. er nefnilega ennþá í vinnunni og það er búið að loka. svo er ég á hjóli og það er búið að rigna svo mikið að ég held að auðveldast væri að taka slöngurnar út, pumpa geðveikt mikið í þær og Róa svo bara heim.
var ég búin að segja ykkur að ég er ekki með bretti á hjólinu?
þannig að ég get vel búist við því að vera með tvær bla-haut-ahar skvettur á mér. eina að framan og aðra að aftan.
je.
svo er þungt loft hérna ogmér er illt í bakinu.
sjett hvað maður er hress.

það er ekki sniðugt...

... að hjóla í kínaskóm sem eru orðnir mjög sléttir undir sólanum.
ég datt ekki nema einu sinni úr skó, en það var svo sannarlega ekki skónum að þakka.

mánudagur, júní 06, 2005

kóngulær, flautur og afmælisgjafir

þið eruð geðveik að fá að vilja vita hvað þessi ógeðslegi tímasjúki kapall heitir, en hann ber hið ógnvekjandi nafn "Spider Solitaire" og er í flestum gerðum af microsoft windows dóti.

brrrr

djöfull var annars víólu ráðstefnan HROTTALEGA SKEMMTILEG. ég bara næ mér varla ennþá. úff púff. eina eftirsjáin er kannski að hafa ekki kynnst fleirum og eitrað fyrir ógeðslegum flautuleikara með hártopp sem var gjörsamlega óþolandi. og var í þokkabót gift myndarlegasta manni mótsins. þvílíkt óréttlæti í heiminum! hvað er þetta annars með alla myndarlega menn og flautuleikara? er þetta einhver álög á okkur venjulegum konum sem ekki spilum á flautu?

svo gerðist tvennt ÆÐISLEGT síðasta fimmtudag. ég sá og heyrði ofurhetjuna Yuri Bashmet spila OG fékk svonaeiginleganæstumþví loforð um BESTU afmælisgjöf í heimi!

:D:D:D:D:D:D