fimmtudagur, október 21, 2004

ég veit nú ekki afhverju kannski, en mig grunar að Þessi leikur eigi eftir að rífa tónheyrnarkennarann ógurlega uppúr veikindum sínum. :)
svo er ég að hlusta á Beethoven píanókonsert nr. 4 og hann er þvílíkt sætur og skemmtilegur. ég spilaði hann meira að segja hérna um árið, og hún Valgerður undirleikarinn minn í tónó hfj. spilaði hann svo undursamlega. bið alla að taka sérstaklega vel eftir víólu-sólóinu í þriðja kaflanum. undursamlegt.

svo er ég að líka að hlusta á Tannhauser eftir Wagner. heima hjá mér sko. þegar ég er í ullarsokkum og á súkkulaði. finnst eins og ég sé að stelast til að fýla hann, af því að eftir að hafa spilað eitthvað Parsifal-samsull með einhverri unglingasinfóníunni hef ég ekki gert annað en að tala illa um aumingja Wagnerinn.
og sveimér þá ef að stundum.... EKKI alltaf! en stundumstundum langi mig til að verða ógeðslega góð wagnersópransöngkona sem yfirgnæfir 90 manna hljómsveit (n.b. þar sem 70% eru brasshljóðfæri) og hefur lítið fyrir því. skellir sér uppá hæðstu tónana án þess að belgja út æðarnar í hálsinum og er Aldrei rauð í framan.
það væri soldið kúl.

það er samt líka kúl að vera víóluleikari...

:/
hver kannast við Þennan Kauða? :D