föstudagur, desember 12, 2003

ég bætti Önnu Hugadóttur inn á linkana mína. nottla löngu orðið tímabært, ég skil bara ekkert í mér. ég meina... manneskjan spilar nú á víólu og er með titilinn "Illgirni og almenn mannvonska" á forsíðunni. ekkert nema snildin ein.
verst hvað þetta er butt leiðinlegt blogg.
nei djók ;)


Afmælisfrekjukast
það gekk bara mjög vel í gær á tónleikunum sem ég spilaði á, thanks for asking! en eftir tónleikana æfðum nokkrir vel valdir (og vel menntaðir) söngnemendur madrígalann "come again", aðallega til að geta sungið hann Betur en Páll Óskar gerir á nýja jóladisknum. það gekk svona líka glimrandi, þó svo að flestir hefðu ekki sungið það áður. tillaga mín um að syngja eitt erindið á "ræ-ræ" fór misvel í suma. ég er alltaf jafn stórkostlega hissa þegar öðrum en mér finnast hugmyndir mínar ekki jafn sniðugar og mér. en eftir æfinguna ótrúlegu fór ég með aðalsykrinu honum Vigni og Döggu eðalsystur heim til VIGNIS að baka afmæliskökuna mína (sumir ekkvað tens á bakstrinum heima hjá mér). jón viðar þorsteinsson ætlaði að koma með en var svo bara sofandi þegar á hólminn var kominn. hann gat samt ekki sleppt því að nöldra soldið í morgun, svona bara til að mér myndi nú ekki finnast alfeg jafn gaman að eiga afmæli eins og mér finnst alltaf.
veit fólk ekki að ég er Afmælisbarn D A U Ð A N S (der Totes) og þá má Enginn og Ekkert standa í vegi fyrir því! grrrrrr! ég þoli ekki mótlæti eða skoðanir annarra á þessum degi!
ég á og má ganga um í dag með nefið upp í loftið og allir Eiga segja ekkvað fallegt við mig og um mig af því að ÉG Á AFMÆLI!
svo ætlaði mamma að hitta mig í hádeginu og gefa mér að borða en hún er ekkert búin að hringja og klukkan er hálf eitt, hún er ábiggilega búin að gleyma mér, svo ætlaði ég að prenta út nótur en þær urðu asnalegar, mér er illt í hálsinum og kaffið mitt er orðið kalt :(
oh hvað það var nú sætt af honum / henni ... bichito ... að muna eftir deginum... ég bara vökna í augntóftunum :)