miðvikudagur, júní 24, 2009

gott á þau

í gær bjó ég til kjúklingarétt og ákvað að nota lúkurnar til að krydda herlegheitin. þannig að í dag er ég gul á puttunum eins og einhver stór-smóker með nikótíngulu. aaagalega smart.
svo snúsaði ég til 11.
það tekur svo sannarlega á að vera komin í vinnu sem þó byrjar reyndar ekki fyrr en í ágúst.
annars var ég að hneykslast á fréttunum þar sem eitthvað fólk var að tapa sér yfir því að börnin þeirra voru ekki tekin inn í Verzló eða MR. eða eitthvað, ég nennti ekki að hlusta nógu vel. einhversstaðar las ég þó að "fjölskyldan öll væri í rosalegu sjokki" og "þyrfti á áfallahjálp"...
kannski spurning um að krakkagreyið hafi þurft á smá "áfalli" til að fá allavega pínku skammt af raunveruleika. ekki að ég sé að mæla með áföllum fyrir almenning, en úrvinnslan er það sem gerir okkur að því sem við erum.
hmm.. trikkí.

en ég get allavega sagt það, með sanni, að þó það hafi ekki endilega litið þannig út þá (og hreint út sagt ALLS ekki, ætlaði að hætta og drama, grenjaði í viku.... you get the picture), að fallið á öðru árinu mínu í birm var það BESTA sem hefur komið fyrir mig á námsferlinum.
ó já.
kenndi mér hluti sem ég hefði aldrei getað lært á neinn annan hátt. og varð til þess að ég æfði mig eins og fáráðlingur í heilt sumar :)
talandi um það... Walton æfir sig ekki sjálfur
x