ég bjó mér til grjónagraut með rússínum í kvöldmatog tróð í mig ristuðu brauði með osti með því. nammi namm.
einhverra hluta vegna stend ég á þvílíku blístri að ég get eiginlega ekki hreyft mig og finnst ég alfeg vera að sofna vakandi.
enda væri nú soldið að sofna ef maður væri sofandi, ekki satt?
allavega.
HJÓLIÐ MITT KOM Í MORGUN!!!
og það er ógeðslega flott og gott og sniðugt og skemmtilegt. ég var svo ánægð að ég var farin að minna mig sjálfa á tístudúkku. frekar púkó svona þegar maður er orðinn þokkalega gamall og virðulegur og hættur öllum svona skrípaleik. en ég fór s.s. í kjölfarið niður í bæ og keypti lás, ljós og körfu :) skildi hjólið eftir í stofunni, ohoh (var nú með smá bömmsa yfir því). en svo fór alfeg klukkutími í að skrúfa alla þessa aukahluti á, enú er fákurinn tilbúinn til reiðar.
svo fór ég í smá hjólatúr út í Co-op og keypti mjólk og rússínur. alfeg með körfuna og allt. vá ég er orðin svo pró-hjólagella. :) var samt alfeg með í maganum inní búðinni því að ég var viss um að einhver myndi stela hjólinu mínu þó það væri læst.... það var nefnilega myrkur.
:p
maður er ekki normal í þessu.
en svona getur nú verið gaman í Birm þó mðaur sé fjölskyldu, vina og kærastalaus :)