núverandi tími: 16:27
núverandi föt: brún skyrta og gult pils (bæði úr hm)
núverandi hár: brúnt og frekar subbulegt, fór að sofa með fastar fléttur
núverandi pirringur: er að æfa mig og var að fatta ég er með of stuttar hendur. það er bögg. svo þyrfti ég mjög alvarlega að fara að drullast í ræktina, er með fitufellingar útum allt
núverandi lykt: eitthvað jurtate hérna við hliðina á mér sem er bleikt á litinn
núverandi skartgripir: ekkert. nema nottla eyrnalokkarnir. var samt að kaupa mér gellu eyrnalokka í gær :)
núverandi áhyggja: verða feitari
núverandi löngun: langar heim að knúsa jóninn minn :( og borða íslenskt nammi. og drekka kók. svo langar mig í pizzu.
núverandi ósk: að komast heim. er þetta ekki sama spurningin og hér á undan? heimska klukk
núverandi farði: eitthvað smá leftóver maskari frá því í gær....
núverandi eftirsjá: að hafa ekki drullað mér á fætur í morgun eins og almennileg manneskja og gert eitthvað að viti. hrumpf!
núverandi vonbrigði: að hökubrettið mitt sé í rauninni ekki það sem er að halda aftur af mér í glæsilegum fingrabrjótsrunum, heldur líkamsstaða mín (nú þarf ég að vinna sjálf í málinu í staðinn fyrir að geta bara keypt nýtt bretti :@)
núverandi skemmtun: er að fara á tónleika í kvöld með skólahljómsveitinni. býst við smá tjútti eftir það. svo er ég að tala við jóninn minn á msn :)
núverandi ást: Jón Viðar
núverandi staður: við skrifborðið mitt í herbergi 433 á 4ðu hæð C blokkar á Cambrian skólagörðunum í Birmingham.
núverandi bók: er að lesa narniu bækurnar. nýbúin að lesa harrypotter 6 svo þær ná mér nú ekki alfeg á flug. góðar samt...
núverandi bíómynd: sá brothers Grimm í gær. hún var ömurleg. eða svona... ég fýlaði hana ekki
núverandi íþrótt: fer í L.A. Fitness center eins oft og ég get(nenni). þar get ég farið í allskonar svona sprikl tíma og dót. er samt mest á hlaupabrettinu og stíg-vélinni...
núverandi tónlist: var að hlusta á tónleika með Ceciliu Bartoli. þó hún sé voða góð þá fundust mér þessir tónleikar eiginlega bara lélegir, þunnur tónn og stælar. svo köttuðu þeir ekki klappið og bravó-öskrin aftan af, sem ég hata.
núverandi lag á heilanum: bartók konsertinn sem éger að fara að hlusta á á tónleiknunum á eftir. horfði á æfinguna í gær og er búin að vera með hann á heilanum síðan...
núverandi blótsyrði: fuck you bitch (yfirleitt sagt við David) svo segi ég oft, "(þetta og hitt, fólk eða hlutir)...is for wimps"
núverandi pirringur:er að reyna ða tala við jónsæta, en hann dettur alltaf út. :(
núverandi desktop mynd: fyndnasta mynd í heimi, tekin heima hjá elfu á einhverju tónó-fylleríi. allir í hláturskasti.
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: tónleikar og tjútt
núverandi manneskja sem ég er að forðast: sænsk stelpa sem er með mér í bekk. hún fer bara svo í taugarnar á mér að ég á erfitt með að hemja mig um að hreyta einhverju í hana... sem er dónlegt og ljótt, svo ég er að reyna að forðast hana.
núverandi dót á veggnum: mynd af mér og villu litlusystur, mynd af mér og jónisæta, fullt af póstkortum, mynd af óskari, stundataflan hjá la fitness og hvítt glimmer fiðrildi sem mamma mín gaf mér :)
jæja.... þetta tók nú ekki jafn mikinn tíma og éghélt (20 mín). ég ætla að klukka Döggu litlu systur. hún er nú samt ekki búin að blogga nema þrisvar síðastliðna 7 mánuði, svo það gæti tekið einhvern smá tíma. oh well