vó getiðið hvað gerðist í gær?! (allir nema dagga)
haldiði ekki bara það hafi verið JARÐSKJÁLFTI í birmingham í gær! eða í nótt þeas, um eitt leytið og kannski ekkert endilega í birm, en þúst... næstum. EN þettu bjóst ég nú ekki við, enda bretland svossem ekki þekkt fyrir miklar skekingar.
ég er ekki viss um að skekingar sé orð.
en allavega, svossem enginn 17. júní en nóg samt til að maður fékk svona fiðrildi í iljarnar eftir á. asnalega eins og það hljómar, þá var ég viss um að einhver hefði keyrt á húsið mitt og þessvegna væri það að hristast. eins og maður hefði ekki heyrt skrens og beygluhljóð? fundið högg og heyrt fólk blóta? þvílíkt rugl. ojæja.
líður betur í maganum, samt ekki orðin "eins og ég var" og msnið hjá mér er í tómu rugli, frýs bara. óóóþolandi. en í sambandi við mallakút... ég ætla nú ekki að gera þetta að einhverju lækna-sjúkdóma-aumingjaég-bloggi, en ég fór áðan útí búð og keypti laxer-pillur og ef það virkar ekki þá er ég farin til læknis. ég get nefnilega ekki ennþá sofið í rúminu mínu, það er svo vont að liggja. og þó það sé nú ekkert endilega vont að sofa í sófanum mínum þá grunar mig það sé ekki hollt til framtíðar.
komin dagsetning á lokatónleikana mína, þeir verða þriðjudaginn 27. maí! allir að koma, það verður stuð. á reyndar eftir að ákveða helminginn af prógramminu, en það hlýtur að reddast :D
jæja ætla að fá mér bakaðar baunir á ristuðu brauði (þetta ernæstum því rím, já?) og rótsterkt kaffi. svo sér maður hvort pee og poo komi ekki til hjálpar.
knúsíknú