eftir MJÖG dramatíska helgi er ég aftur staðinn upp á afturlappirnar og líður betur en nokkru sinni. eins og ég sé blóm í blómapotti sem búið er að skipta um mold á. (?)
maður áttar sig oft ekki á því sem maður hefur, fyrr en maður hefur misst það. eða næstum því misst það. kannski ekki nema hálfan dag. og þá kann maður svo miklu betur að meta það.
maður.
það.
annars er bara bö-rjáluð stemming hér á safninu, pósturinn kom í morgun og einhver opnaði glugga.
bið sætu hommana mína innilegrar afsökunar á því að hafa hundsað daginn þeirra. en stundum þarf maður bara að vera manns eigin hækja... :)