þriðjudagur, mars 02, 2004

ég er að fara til London! :D #2
ákvað, eftir töluverðar vangnaveltanir, sem ég er nú samt orðin soldið góð í (farin að velta tvemur þremur á mínútu, og gera tvöfalda lykkju aftur á bak), ákvað ég að vera bara 3 daga, fara út á laugardeginum 20. mars og koma heim (í mjög góðum félgasskap ;) þriðjudaginn 23. mars. soldið stutt, en dagarnir verða bara þeim mun betur nýttir! enda er þetta engin verslunarferð, hér er grá-alvarleg alvara í gangi. jájá.
en nú eru bara 3 vikur til stefnu. ég skil bara ekkert í mér að sitja hérna og vera að slá inn eithvða helvítis stjórnardeildardrasl! ætli það taki nokkur eftir því þótt ég skreppi inní geymslu og sargi soldið?
:p
ég er að fara til London! :D ég er að fara til London! :D ég er að fara til London! :D
ég er ennþá ekki búin að ákveða hvort ég fari í 3 daga eða 4 daga. en býst við að ákveða það innan hálftíma. svo ákvað ég að bæta við einum link, það er yfir á hann Berg Gunnþórsson. ekki það að ég þekki hann neitt ferlega mikið, en bloggið hans er ferlega fyndið og svo er hann vinur hennar Ingridar og hún er frábær. svo er nú alltaf gaman og gott að bæta hafnfirðingum inn á linkana sína, við erum soddan minnihlutahópur hér í þessu lífi.