föstudagur, desember 09, 2005

1/2 grenj

ég þarfað fara að sofa núna.
N Ú N A
ekki bara vegna þess að ég er næstum því meðvitundarlaus af þreytu og illa leikin af frekar hræðilegri kvefpest sem nánar verður líst neðar, heldur líka vegna þess að ég verð að vakna snemma á morgun og æfa mig. og klára eitthvað helvítisandskotans "composition for a solo instrument". og undirbúa mig andlega fyrir stressuðu samstarfskonu mína í einu verkefni.
ég er s.s. með kvef. ljótt kvef. hósta öllum vorlitunum og hnerra þannig að undirtekur í nálægasta nágrenni og innsta húðin af lungunum fylgir með. svo er ég eins og venjulega, líka búin að missa 40% heyrn þannig að ég heyri ekki hálft annað orð sem fólk segir, ekki það ég myndi skilja það hvort sem er... aðeins 40% af heilanum virðist vera virkur og translater-hlutinn "enska-íslenska" er svo sannarlega ekki í þeim parti.
svo er hægri helmingur andlitsins fullur af égvilhelstekkivitahverjuþaðerörugglegaógeðslegt þannig að öll mekaník þar megin lekur. munnvik, eyru, nef og auga. einkar skemmtilegt fannst mér í dag að grenja eins og ég ætti lífið að leysa á hljómsveitaræfingu í dag. öðru megin.
álíka skemmtilegt fannst mér þegar hljómsveitarstjórinn fussaði eitthvað á aftasta víólupúltið út af spurningu um eitt frekar asnalegt As. eða "ei flett" eins og fíblin kalla það. ég hefði betur sagt við hann:
"því miður talaru bara jafn óskýrt og þú slærð slag, svo ég skil ekkert sem þú segir!"
en þar sem heilinn er greinilega 10 tímum á eftir áætlun (var bara að detta þetta í hug núna...) sagði ég ekki neitt, urraði bara og setti upp "þúertalgjörtfíbléghataþitg" svipinn. sem virkaði í svona sirka 25 sek. eða þangað til hægra augað fór aftur að leka.
sjæse.

en nú eru það bara ÁTTA dagar!
geriði snýtubréfin tilbúin, krakkar.... :)