hvað gerist þegar maður setur offitusjúkling á blöðru?
já það er rétt, það sprakk á nýja hjólinu mínu í dag :( sprakk er nú kannski ekki rétt orð vegna þess að þegar ég svo tók slönguna út til viðgerðar var ég í mestu vandræðum með að finna gatið. þurfti að lokum að beita "gamla góða" vatn í bala aðferðinni. og svo var ég alltaf að týna gatinu það var svo geðveikt lítið og það var ekki einu sinni hægt að finna það með fingrunum. hins vegar gat ég fundið loftstreymið með tungubroddinum, svo þarna stóð ég í eldhúsinu mínu með vatn í bala, öll útí hjólasmurningu ullandi á hjólaslöngu.
smart.
en mesta verkið var samt að losa aðra skrúfuna á sjálfu hjólinu. my god. ég sem hef nú alltaf talið sjálfa mig frekar sterka (get opnað marmelaði krukkur og svona) varð bara absalút að játa mig borna ofurliði. tók nú samt alfeg helling til og ég er með marbletti í öðrum lófanum og ég braut einn skiptilykil. svo kom þjóðverjinn sem er eins og fluga í kringum Christine húsfélaga minn og þóttist nú alfeg geta skrúfað eina skrúfu.
gat það ekki.
hmoah!
svo kom krúttið hann Mark og bauðst til að hjálpa mér. kom með góðan alvöru skiptilykil og hamar. náði s.s. með miklu átaki að lemja skrúfuna til hlýðni.
:)
en nú er hjólið mitt tilbúið (aftur) til reiðar og mun ég gera ÞRIÐJU tilraunina til að hjóla í skólann á morgun.
awesome.