mánudagur, maí 11, 2009

skilaboð

ég geri nú fastlega ekki ráð fyrir því að þeir sem lesa þetta (insert word) blogg hjá mér fái sent biblíuvers í pósthólfið sitt. enda er það hvorki í tísku né flippað og að einhverju leyti væri hægt að leiða rök fyrir því að biblían sé andvíg inngöngu í Evrópusambandið.
en ég fæ aftur á móti þessi skilaboð og síðustu daga hefur verið að koma vers úr Fyrstu Mósebók. Sagan af Nóa gamla og örkinni hans. auðvitað fer það svo eftir því hvar menn búa, en það er búið að rigna stanslaust hjá mér í 2 daga.
úbs. hver var að leira?