þriðjudagur, október 31, 2006

blogg í bili

mér er soldið illt í bakinu vegna þess að ég sat skakkt í strætó áðan.
það er asnalegt.

komin með "gömlu" tölvuna mína aftur, þeas tölvuna sem ég keypti fyrir rúmu ári og var svo voðalega ánægð með. hún er sem sagt núna komin með sitt ÞRIÐJA móðurborð en slekkur samt á sér svona eftir dúk og disk. óóóóóþolandi.
ég er búin að öskra og lemja í skrifborðið mitt, en það virðist ekki virka.

hún er reyndar "bara" búin aðgera þetta tvisvar, en það er tvisvar of oft. við jónsæti erum búin að skrifa mjög harðorðað email til Acer customer service í englandi, en mig grunar nú einhvernveginn að þeir eigi ekki eftir að gera neitt. svo er garmurinn náttúrulega komin úr ábyrgð svo ég sé ekki alfeghvert þetta stefnir.

allir að byrja að safna monní og gefa mér nýja tölvu í jólagjöf? nei segi bara svona.

annars er ég á barmi taugaáfalls, Rivka kemur á morgun og ég er eiginelga ekki búin að æfa mig neitt. þaðer svona þegar maður er að þvælast útum allar jarðir. púff, held ég skelli mér bara á hnéskeljarnar og biðji fyrir þessu, eiginlega það eina sem mér dettur í hug til að bjarga á mér rassgatinu. :)