Brahms gekk bara vel. eða svona. kannski ekkert illa, en heldur ekki mjög vel. en þá er bara meira pláss fyrir áframhaldandi árangur, ekki satt?
en svo voru barrokk tónleikar í gær, föstudag. fyrir þá sem ekki vita, en eru mjög áhugasamir, þá er ég öllum að óvörum (og sérstaklega mér sjálfri) orðin aðal Barrokk víóluleikarinn í skólanum. held það sé nú aðallega vegna þess að ég get nokkurnvegin haldið á kassaskrímslinu og hata það ekki út af lífinu að spila á það. barrokk og gömul hljóðfæri eru nú bara allt í læ stundum. en vó hvað var gott þegar tónleikarnir voru búnir. púff!
voru sko búnar að vera massífar æfingar í heila viku og ekkert verið að slá af á tónleikadaginn, æfðum næstum 4 tíma, svo voru tónleikar um kvöldið.
en þetta tókst voða vel, held ég bara, fluttum Messías eftir Handel. jólatónlist segja sumir, jújú, en líka páskatónlist segja aðrir. svo það er kannski bara við hæfi að spila þetta mitt á milli?
en jújú, stuð stuð stuð.
breksa píkupopps-tímabilið virðist ekkert vera í rénum, hlusta hér stanslaust á Leonu Lewis og er farin að syngja með. jahérna...
hey já svo er ég að fara að spila á mánudaginn í forkeppni fyrir konsert-keppnina í skólanum (sá sem vinnur fær s.s. að spila með hljómsveit skólans í lok árs) og leggst það bara vel í mig, FYRIR utan að ég er ekki búin að finna píanista.
hoho!
já það er laugardagur í dag, svo sannarlega. og hvða ætli ég sé búin að spurja marga?
SEX STYKKI!
úff púff. spurning umað mæta bara með geisladisk og taka karókí spil á þetta?
hlýtur að reddast.
:)
annars er ég bara kát og hress, er meira aðsegja að spá í að fá mér ís á eftir. það sást nefnilega til sólar í dag hér í birmingham rigningarviðbjóðsútnára og það var ekki drulluskítskalt.
spurning... ætti að ég að breyta um útlit á blogginu?
L8ER