þriðjudagur, maí 24, 2005

ekki æfa ykkur of mikið krakkar

sérstaklega ekki ef þið eruð píanóleikarar...
gætuð endað eins og þessi hérna. djöfull er þetta fríki. og inná BBC vefnum og allt... hlýtur eiginlega að vera satt. nema kannski að BBC standi fyrir Breskir Brjálaðir Comedy-menn.

tjekk it át

blogg

er hressandi.
einhverntíman ætla ég að skrifa hérna bÖ rjálaðan pistil um það hvað mér finnst um blogg og ástæður þess að blogga.
held bara að ég flytji úr landi fyrst, hehe :)
en svona forðe rekkord þá er það einmitt það sem ég hyggst gera í september.
komst nefnilega inní skólann í Birmingham sem ég var að sækja um og er bara á leiðinni út. bæjóbæjó.

eða svona.

svo var ég að massa víóluprófið mitt hér á laugardaginn. það var villulaust eins og minn er vani. sá ekki betur en að það hríslaðist um prófdómarana þegar ég gekk inn svo svellköld var ég. þær tárfelldu í rómantíska verkinu mínu (út af fegurðinni sem ég skapaði með leik mínum) og voru farnar að slamma við Bach allegro kaflann. enda er það mikið rokk verk.
ég hafði varla slitið bogann af strengnum í síðasta hluta prófsins (sem var mjööööööög vel heppnaður lestur af blaði) þegar þær kepptustu um að bjóða mér hinar virtustu stöður í hinum og þessum frægum hljómsveitum.

en ég vil endilega þakka honum Helga mínum fyrir að sitja inni í prófinu með rauða nefið sitt og vera svo gjörsamlega streytu-stress-og-stífelsis-losandi (ekki að ég hafi þurft á því að halda, meira svona fyrir dómarana) að annað eins hefur varla verið framkvæmt.
jájá.

aftur vil ég afþakka blóm (mamma undanskilin, hún gaf mér fallega rós eftir prófið og fær miklar þakkir) en bendi á að euro-reikningurinn er ekki að fara að borga sig sjálfur og hægt er að leggja inná mig á öllum tímum sólarhringsins.
þær kunningja konur mínar sem eru að vinna í bönkum ættu sérstaklega að taka þetta til sín.

en nú ætla ég að halda áfram að sinna afgreiðslustörfum hér við þjóðskjalasafn íslands og vinna í því að pissa ekki á mig, éger nefnilega búin að drekka svo mikið vatn.
pís