þriðjudagur, júlí 22, 2003

jæja þá er það ákveðið!
og það er hér með leyfilegt að blaðra þessu út um allar trissur, hægri vinstri.

Seljavellir.
Seljavellir eru í akstri aðeins tvo tíma frá Reykjavík og nágrenni. Keyrt er austur fyrir fjall og austur undir Eyjafjöll. Fyrir þá sem ekki vita hvar Seljavellir eru þá er þetta síðasti dalurinn áður en komið er að Skógum.
Á seljavöllum eru tvær sundlaugar önnur er ný með heitum potti alveg við tjaldsvæðið en hin er hin fræga Seljarvallalaug sem m.a. er notuð mikið í auglýsingar...

þetta fann ég einhversstaðar á netinu, hef ekki hugmynd um sjálf hvar þetta er. en þarna verður stuð um helgina. komiði ef þið þorið!!! :D


hehe
ég er léleg í landafræði.
sérstaklega landafræði Íslands. enda skammast ég mín þvílíkt.... en svona ef einhver skyldi nú vera í símanum (í þessum töluðu orðum) og eiga samtali eins og þetta:

-ha já, já... auðvitað veit ég hvar Tjörnes er! við sjáumst þá bara síðdegis... ha? er tjörnes á norðurlandi? jú auðvitað vissi ég það! er þetta ekki bærinn rétt hjá Breiðdalsvík?

jah þá er nú gott að geta kíkt á Íslandskortið.
hefur svo sannarlega bjargað mér oftar en einu sinni bara núna í dag.
stundum skoða ég blogg hjá fólki sem ég þekki ekki neitt. mér finnst það ógeðslega gaman. núna áðan var ég tildæmis að lesa blogg hjá þunglyndum, samkynhneigðum strák sem vinnur í banka en er módel í frístundum. þar komst ég líka yfir á linkinn þar sem ég fann myndina af Árna Birni hér fyrirneðan.

WOW!!!


hvað er mikið geggjað sætum strákum á þessari síðu..... sleeeeeeefffff!!!
www.skinagency.com
kíkið endilega á herlegheitin. oh hvað ég vildi að þetta væri pöntunarlisti.... *andvarp*


Snjólfur minn.... this one´s for you ;) og takk fyrir tebolla-setustund í gær, alltaf ánægja (eins og kók, þú veist, always a pleasure...)




haha!
þessi strákur er alfeg eins og Árni Björn píanóleikari. kannski hann vinni sem módel um kvöld og helgar.... hvað veit maður með þessa píanóleikara?
Jón Arnar Snilli-Tilli uppveðraðist svoleiðis algjörlega eftir að hafa lesið hið fagra ljóð okkar Iðunnar að hann snaraði framan úr buxnaskálminni þetta ótrúlega netta ljóð og sendi mér:

Ég þrái böll, í þína höll
þrönga og undurmjúka
þín fögru fjöll, svo undur snjöll
af frigð og kappi strjúka

svona er maður almennilegur, ekki nóg með að maður sjálfur standi fyrir ljóðasmíðum og ég veit ekki hvaðoghvað, heldur ýtir maður undir sköpunargleði annarra. jah nú er hún tóta stolt af sér sjálfri.
uh...
já.....
;)