föstudagur, febrúar 27, 2004

þetta fékk ég sent:

....

Í háskólanum er ítölskunámskeið og kemur kennari að utan að kenna. Meðal þeirra sem eru á námskeiðinu er Geir nokkur Haarde. Í vikunni gerðist það að kennarinn lét nemendurna þýða fyrirsagnir úr íslenskum dagblöðum og fékk Geir eftirfarandi fyrirsögn til að þýða "Impregilo borgar ekki skatta". Engum sögum fer af því hvernig karlinum gekk þýðingin. Hinsvegar lét sá ítalski í ljós undrun sína á þessari "aulalegu fyrirsögn" og hélt að allir vissu að Impregilo borgar ALDREI NEITT!!!!! Æðstu stjórnendur þar væru úr innsta hring Mafíunnar.........upplitið á ráðherranum var víst einsog á litlum dreng sem gert hefur í buxurnar ...
þessi leikur er mesta snild í heimi. í HEIMI, ég segi ykkur það!
ÁSI MINN ER 12 ÁRA í DAG!!
Nei, það er hvorki leyndarmál né launkofi um það að hann elsku besti uppáhalds litli bróðir minn Ásbjörn á afmæli í dag og er hvorki meira né minna en 12 ára! en hryllilegt. ég var 12 ára þegar hann Fæddist. oj bara. það er glatað að vera 12 ára. samt glataðra (glataðaðra?) að vera 14 ára. en allavega. svona til að gera þessari afmæliskveðju góð skil, þar sem bollukrúttið mitt litla er á Ísafirði með mömmu, þá sló ég upp "birthday" í google. og viti menn! þessi huggulega kona varð efst á blaði, með bolinn sinn. en eins og sést þá er hún Mjög hress og ég vona svo sannarlega að ási minn sé kátur þarna fyrir norðan. svo mér fannst eiginlega, svona að athuguðu máli, Ótrúlega mikið viðeigandi að skella þessari mynd hér.
en það versta við svona afmæli að maður er illalega minntur á það hversu hrottalega auralaus maður er svona seint í mánuðinum, einmitt þegar maður þarf mest á peningum að halda. en jæja jæja, það verður víst að hafa það í þetta sinn.

til hamingju með afmælið ási!


stöðugt í stuði...
Beethoven á morgun, Mozart í dag
ég er að spila Beethoven tríó með þeim Júlíu (fiðla) og Freydísi (flauta) sem verður flutt á morgun kl. 13:30 í Norrænahúsinu, kostar ekkert inn og allir græða. eða svona. ekkert nema stuðið á þeim bænum, get sagt ykkur það. ég var einmitt að koma af æfingu og það gekk svona líka glimrandi glansandi, fólk lék við hvern sinn fingur (í bókstaflegri merkingu) og helga þórarins sem er að "kótsa" okkur hló og sagði brandara. svona getur verið gaman að vera víóluleikari. verð nú samt að viðurkenna að ég er búin að standa sveitt og þjösnast þvílíkt á þessum parti, hvað var hann eiginlega að spá með allar þessar nótur? vissi hann ekki að þetta var víóluparturinn?
en allaveganna. svo er það bara Óperan á eftir, fékk einn fallegan boðsmiða á Generalprufuna af Brúðkaupi Fígarós núna kl. 14:00. Nafna mín Guðmundsdóttir var hausinn og skaftið í þeim reddingum, sannkallað bæðaglóð stúlkan sú. og góð að vísa til vegar. en fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum í Reykjavík, þá er íslenska óperan staðsett í stóru hvítu húsi við hliðina á sólon og fyrir utan eru glerbox með óperufólki inní. ;)
núna nýlega sendu bandaríkjamenn ekkvað svona hjólaróbot til mars. eða svona... það er manni allavega sagt. sniðugt hjá þeim að senda svona dót á aðra hnetti. en hér er s.s. vídeó mynd af litla bílnum. soldið sniðugt sko.
>Japanir borða mjög lítið af fitu og fá færri hjartaáföll en Bretar og
>Bandaríkjamenn.
>Frakkar borða mikið af fitu og fá líka færri hjartaáföll en Bretar og
>Bandaríkjamenn.
>Japanir drekka mjög lítið af rauðvíni og fá færri hjartaáföll en Bretar og
>Bandaríkjamenn.
>Ítalir drekka óhóflega af rauðvíni og fá líka færri hjartaáföll en Bretar
>og Bandaríkjamenn.
>Niðurstaða: Borðaðu og drekktu það sem þú vilt.
EKKI TALA ENSKU!
ég er vöknuð of snemma.