ÁSI MINN ER 12 ÁRA í DAG!!
Nei, það er hvorki leyndarmál né launkofi um það að hann elsku besti uppáhalds litli bróðir minn Ásbjörn á afmæli í dag og er hvorki meira né minna en 12 ára! en hryllilegt. ég var 12 ára þegar hann Fæddist. oj bara. það er glatað að vera 12 ára. samt glataðra (glataðaðra?) að vera 14 ára. en allavega. svona til að gera þessari afmæliskveðju góð skil, þar sem bollukrúttið mitt litla er á Ísafirði með mömmu, þá sló ég upp "birthday" í google. og viti menn! þessi huggulega kona varð efst á blaði, með bolinn sinn. en eins og sést þá er hún Mjög hress og ég vona svo sannarlega að ási minn sé kátur þarna fyrir norðan. svo mér fannst eiginlega, svona að athuguðu máli, Ótrúlega mikið viðeigandi að skella þessari mynd hér.
en það versta við svona afmæli að maður er illalega minntur á það hversu hrottalega auralaus maður er svona seint í mánuðinum, einmitt þegar maður þarf mest á peningum að halda. en jæja jæja, það verður víst að hafa það í þetta sinn.
til hamingju með afmælið ási!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli