þriðjudagur, desember 06, 2005

Christopher O´Riley


man ekki hvort ég hafi áður talað um Christpher O´Riley, hlýtur samt að vera fyrst að þetta er í annað skipti semég er gjörsamlega dolfallin yfir þessum snillingi.
hann er s.s. klassískt menntaður píanóleikari og voða klár, búin að gefa út diska með fullt af svona gaura verkum... Stravinsky, Faure og ég veit ekki hvað og hvað. hann er meira að segja með hotshot heimasíðu www.christpheroriley.com sem einhverra hluta vegna opnast bara hjá mér sem pínulítil. sem ernú alfeg kúl, ef hægt væri að lesa textann. en það sem kom mér innáþað að dýrkogdá O´Riley (svona af því öllu jöfnu er ég ekkert að tryllast yfir pjanóleik, hvað þá ef viðkomandi útheldur síðu með litlu letri) var það að hann útsetur lög eftir Radiohead fyrir píanó. og þetta er ekkert úmstja úmsja alberti bassi með laglínu, enda Radiohead síður en svo þannig band.... hann tekur þetta "nett" alvarlega og er með þvílíka tækni-stælana og læti til að ná sem flestu af Radiohead sándinu. sem er bæðevei Fimm manna grúbba með ljótum söngvara.
ALLAVEGA, meir um það neðar.
ég var, sem kunnugt er orðið, í London um helgina og álpaðist inní Virgin Megastore á Oxford street. eitthvað sem ég var búin að hátíðlega lofa sjálfri mér að gera aldrei aftur eftir alls ekki vægt kreditkorta áfall síðastliðinn maí. en inn fer ég og rek augun svona líka harkalega í einn rekkann þar sem mjög látlaus diskur stendur sakleysislega undir nafninu Christopher O´Riley.
what the hell?
segi ég við sjálfa mig og gríp gripinn glóðvolgan. að mér Óspurðri og Óafvitandi var chrissie (eins og við mega-fönin köllum hann) búinn að gefa út Nýjan disk!
ég hikaði ekki hálfa stund og keypti hann með það sama (komið úr dönsku og þýðir strax).
svo er ég núna tárvot með kertaljós og tebolla að hlusta á hann spila.
þetta er bara svo vel gert. og radiohead er best í heimi.
mér finnst þetta æði. hann nær einhvernveginn að gera Radiohead að klassískri tónlist... soldið skrýtið að segja þetta þar sem Radiohead er hvort sem er klassísk tónlist og skilgreiningin á klassískri tónlist fellur víst ekki undir gaura sem gefa út verk sem heita "Paranoid Android", "2+2=5" (gæti nú reyndar verið eitthvað eftir svona égerfyndiðtónskáld fíbl) eða "Fake Plastic Trees".
sama er mér og ef fólk ætlar að vera með eitthvað H-menntað bull og stæla um það að klassískur píanóleikur geti ekki verið töff á veraldlegum popp verkum, þá er ég mætt í sturtuklefann með höndina á krananum.
svona samlíking sko af því ég mun sturta á fólk...
hmm.
æj allavega.

O´Riley You Rock!