hvað er í gangi?
í fyrradag dreymdi mig að ég væri að spila á tónleikunum hennar eydísar og á milli kafla í brahms stoppar hún geðveikt lengi til að spyrja mig hvort það sjáist nokkuð of mikið í annað lærið á henni. og ég var í einhverju panikk að reyna að koma henni um skilning um það að lærið væri kannski ekki aðalatriði þessa tónleika.
svo dreymdi mig í gær að ég væri að fara að spila á tónleikum með orkester norden, átti í rauninni að vera komin upp á svið, en fann hvorki víóluna mína né svörtu tónleikafötin mín. ég gerði mér samt grein fyrir því að mig væri að dreyma vegna þess að ég var alltaf að segja við sjálfa mig að þetta væri bara draumur þannig að ef ég óskaði mér þess nógu heitt myndi ég finna víóluna mína.
svo keyrir nú allt um þverbak í nótt þegar mig dreymdi að ég var á hótelherbergi, sem var samt eiginlega hluti af skólagörðunum í Birmingham, og ég var þar með zach úr boston legal. Gaaaaamall gæji með hvítt hár og gamall. hann var samt eiginlega jónsæti og í appelsínugulu prjónavesti. agalega spes. svo er ég eitthvða frammi í stressi, orðin of sein í eitthvða og ble, kem inní herbergi og þá hafa tveir mongólítarkomist inn í herbergið og annar farið ða spila eitthvða á víóluna mína með þeim afleiðingum að stóllinn var brotinn. mongólítinn varð geðveikt leiður að hafa eyðilagt víóluna og fór að gráta svo ég var ekkert reið,en var samt rosalega stressuð vegna þess að ég átti núna eftir ða gera við víóluna OG fara í sturtu og var orðin allt of sein með allt.
spurning um aðvera heima í næstu viku bara, undir sæng?