mánudagur, nóvember 13, 2006

ó nei!

ég er alfeg að drepast (vægast sagt) úr hungri og ég á EKKERT að borða. nema 2 skinku og sif sneiðar. en ekki brauð. svo á ég reyndar epli.
en hverjar eru líkurnar á því að ég fái mér epli og skinku í kvöldmat?
litlar.
þannig að það lítur út fyrir að ykkar heittelskaða þurfi að bregða sér af bæ. neeeeenni því ekki... ooooh. svo þarf ég að fara á æfingu í kvöld. eða þarf... þetta er svona áhugamannaband sem ég hélt að væri bara gaman að gera en svo kom í ljós að það var það eiginlega ekki og æfingin er hinumegin í bænum svo það tekur mig örugglega klukkutíma að komast þangað. eða svo gott sem. æj ég ætti nú samt að drífa mig. aldrei að vita, kannski æfðu sig allir geðveikt mikið frá því ég mætti síðast og stjórnandinn ákvað að hætta að vera svona mikið fyrrverandi trompetleikari.
aaanywaaaays... útí búð með hana.

Pandora Internet Radio og nýjir nágrannar

þetta er ég
er frábær uppfinning og ég kvet alla til að skella sér þangað... Núna.
allavega.
nýjasta nýtt frá verbúðinni "veröld tótu" er svossem ekki mikið til að tala um. nýja talvan er ennþá eins og geimskip í miðju herberginu og kassinn utan af henni er svo stór ég sé ekki í hendi mér hvernig ég á að geta geymt hann "þangað til ég kem heim" eins og minn elskulegi heimtar. ég mun þó reyna mitt besta.
sem er það besta sem maður getur, ekki satt.
svo er nýjasta æðið hjá mér að slökkva öll ljós og horfa útum gluggan útí garð. soldið sikk ég veit, en nágrannar mínir eru svo "sniðugir" að setja ruslapokana sína útí bakgarð þegar þeir eru fullir. þegar pokarnir eru fullir, þeas, ekki nágrannarnir, held örugglega þau drekki ekki, þetta eru nefnilega kínverjar (eða eitthvað svoleiðis). aaaaallavega þegar pokarnir eru komnir útí myrkrið í bakgarðinum hætta þeir að vera leiðinlegir illa lyktandi pokar og breytast í girnilega exótíska veitingastaði fyrir villt dýralíf Birmingham B29 7RQ.
sem sagt rottur.
og við erum ekki að tala um litlar sætar ljósbrúnar rottur sem borða vínber og kúka í blómapotta. þetta eru stórar og myndarlegar, vel í holdum rottur sem tísta og hlaupa stundum á grindverkið svo að það heyrist svona "búmm" hljóð. einhverra hluta vegna finnst mér þetta mjög athyglisvert og er þessvegna oft útí glugga.
held pottþétt ég hefði farið í líffræði og síðan tekið mastersverkefni við að rannsaka atferli meindýra í framhaldi, ef ég hefði ekki lent í þessum sveitta tónlistarbransa.
annað sem er miður skemmtilegt að segja frá er það að ég ét svo mikið þessa dagana að ég er hætt að komast í nein föt og er orðið illt í hnjánum. held þetta endi með því að ég kem heim í svona börum eins og Keikó :) neidjók, megrun á morgun... lofa.

kyss until later...

ætla að reyna að ná mynd af nýju vinkonum mínum, læt ykkur vita.