þriðjudagur, janúar 28, 2003



jæja.
komin í tölvuna hennar öddu á nýjan leik. mér er farið að líða eins og síðasta sumar þegar ég var alltaf að stelast í tölvuna hennar . eða þegar ég var að stelast í tölvuna hennar rikke. jeremías. þetta er allsvakalegt ástand.
hmmm.
samt ekki jafn slæmt ástand og var á mér sunnudagsmorgun. úff. hræðileg þessi hommadjömm, skammskamm Arnar Þór og Hafþór! og ég sem átti að mæta á æfingu kl. 11 inni tónó rvk. ég var bara ekki í neinu ástandi til að opna augun, hvað þá að keyra inní reykjavík, og hvað þá að spila fyrir kennarann hans Stulla!
svo á ég ábiggilega ekki eftir ða segja fyrirgefðu, vegna þess að ég er svo mikill nagli, en mér þykir þetta nú samt rosalega leiðinlegt. muuuu
núna virkar bara lyklaborðið hjá mér, en ekki hin frábæra þráðlausa mús.
það er þó skömminni skárra heldur en í gær þegar bara hin þráðlausa mús virkaði, en ekki lyklaborðið. sérstaklega þegar maður pælir í því að ég er að vinna hérna við innslátt.
mjög hressandi og fer einstaklega vel í skapið á mér, svona þegar hlutir virka ekki eins og þeir eiga að gera.
það má taka það fram að ég fór heim í gær á hádegi, svo ég myndi ekki myrða einhvern eða eyðileggja neitt.
en eins og flestir vita, þá er ég þolinmóðasta manneskja í heimi.