miðvikudagur, janúar 24, 2007

ein handa mömmu


þessi dökki = kaupa tannbursta
rauði = þvo naríur

skrítið hvernig maður verður alltaf líkari og líkari mömmu sinni með aldrinum :) ég er reyndar hæst ánægð með það, það væri mikill heiður að fá að verða jafn yndisleg manneskja og hún mamma mín, þó ég nái nú örugglega aldrei að verða jafn kærleiksrík, myndarleg og skemmtileg og hún. alltaf hægt að reyna samt.

annað skemmtilegt frásagnar er það að frá og með í gær kaupi ég the independent á hverjum degi í viku og á að skrá hversu margir ritdómar eru þar um klassíska tónlist. þetta er sko verkefni í skólanum, mér datt þetta ekki í hug sjálf. en ástæðan fyrir því að ég valdi þetta blað, er sú að the independent gefur alltaf eitthvað með blaðinu. þessa vikuna eru það póstkort með breskum fuglum :) gæti ekki verið meira viðeigandi.

svo mega allir gjöra svo vel og hugsa hlýtt til tveggja ritgerða og einnar fúgu (sem reyndar er þriggja radda) og að sá sem les yfir þessi hroðaverk mín verði uppfullur af þolinmæði, umburðarlyndi og helst hálf sofandi.

en jæja það er kannski kominn tími á ða fara að hugsa um að fá sér kvöldmat... klukkan náttúrulega ekki nema 5 mín í ellefu. :) langir dagar rokka!