þriðjudagur, maí 13, 2003





hér er ég í fínum fíling að hlusta á geisladisk númer 4 (af 7)í flotta EMI appelsínagula kassanum mínum sem ég keypti í London þegar ég var þar í desember. þetta eru Beethoven strengjakvartettar. úff. maður þarf held ég aðvera með 7 fingur til að spila sumt af þessu. og tvo boga.
reyndar eru 40 fingur í strengjakvartett og 4 bogar, svo þetta er eiginlega hálf asnalega orðað hjá mér....
vó.
þessi síða er Steikt
ég var að fatta að nærbuxurnar sem ég er í eru alfeg eins á litinn og bolurinn sem ég er í!
hversu töff getur ein manneskja orðið?
ah, það fer að koma hádegi. þvílík unun sem það á nú eftir að vekja hjá manni. ég ætla að kaupa mér kotasælu og hrökkbrauð og éta það með svo miklum græðgisköstum að fólk á eftir að reka upp stór augu.
sem minnir á málsháttinn: Betra er að reka upp stór augu, en að reka við.
eh...
já eða þannig sko. annars er ég að fara á e-a æfingu niðrí listaháskóla á eftir. einhver snillingurinn var að semja strengjakvartett. en hvað veit maður... kannski leynist fegurð alheimsins í þessu verki, því EKKI er hún í manntalinu 1835, svo mikið er víst.

gær fór ég að hitta hana Tobbu mína sætu. það var skelfingi gaman. hún var nýkomin úr skylmingartíma, ferlega fersk. ég var nottla eins mygluð og hægt er að verða, nývöknuð og sársvöng (sérstaklega ósmekklegt). en við fórum á Litla Ljóta Andarungann, sem er bara prýðilegur staður. nema þeir eru hættir að spila tónlist. ég er alfeg fylgjandi því að vera með lága tónlist svo fólk geti nú talað saman í rólegheitunum án þess að þurfa að öskra úr sér sálina, en það soldið leiðinlegt að heyra ekki neitt. nema kannski suðið í kökukælinum og öskrin í syni Silfur-Egils gaursins. hann var nú samt soldið krútt.
krakkinn sko, ekki Egill :p