þriðjudagur, maí 13, 2003


gær fór ég að hitta hana Tobbu mína sætu. það var skelfingi gaman. hún var nýkomin úr skylmingartíma, ferlega fersk. ég var nottla eins mygluð og hægt er að verða, nývöknuð og sársvöng (sérstaklega ósmekklegt). en við fórum á Litla Ljóta Andarungann, sem er bara prýðilegur staður. nema þeir eru hættir að spila tónlist. ég er alfeg fylgjandi því að vera með lága tónlist svo fólk geti nú talað saman í rólegheitunum án þess að þurfa að öskra úr sér sálina, en það soldið leiðinlegt að heyra ekki neitt. nema kannski suðið í kökukælinum og öskrin í syni Silfur-Egils gaursins. hann var nú samt soldið krútt.
krakkinn sko, ekki Egill :p

Engin ummæli: