fimmtudagur, mars 25, 2004


varð bara að setja inn þessa flottustu mynd alnetsins! og nema hvað, er hún ekki af sætustu og bestu systur í heimi :) *knús*



ég kláraði meistarann og margarítu um daginn og hún var nú bara ágæt blessunin, jájá. þökkum Finnboga kærlega fyrir lánið. vei vei. hrottalega súr bók og stundum veit maður ekkert hvað er að gerast í henni. en samt ferlega fyndin á köflum, sérstaklega kötturinn sem mig minnier að heiti Behemot. en svo var ég líka að lesa bók sem heitir Paradísareplin og er eftir Martin A. Hansen. ég keypti hana á bókamarkaðinum í perlunni af því að mér fannst koverið svo flott. éger svo ógeðslega hégómagjörn. en svo kom í ljós að höfundurinn er bara algjör snilli. hann er allavega eitt af aðalnúmerum dönsku bókmenntanna og þetta var alfeg brilljant bók, mæli með því. eða henni þeas. sem minnir mig á Björn sem var bókasafnsvörður í Öldutúnsskóla (palli dú jú remember?) og hann setti einu sinni upp svona grind með fullt af bókum og skrifaði á skilti efst "Björn mælir með þessum bókum". mér fannst það klikkaðislega fyndið og var alltaf að spurja hvort hann ætti nokkuð millimetrabók til að lána mér, eða hvort að hektametersbækurnar væru allar í útláni. jájájá, mjög fyndið hjá hinni ungu fröken Löve.
annars er líðanin hrottaleg, finnst eins og ég sé stödd lengst upp í turni sem er byggður úr sykurmolum og það sé skyndilega byrjað að rigna. turninn sé að leysast upp smátt og smátt og það sé ekkert sem ég get gert.
ég tók mynd af hendinni á mér áðan. það var soldið fyndið.