held sveimmér þá þetta hafi verið með bestu dögunum mínum hér í uk þetta árið :)
fór með Alinku, Rachel og Hanyyiah að heimsækja Zarah sem býr með okkur hér á hæðinni. svona þegar hún býr ekki í Cheltenham... ef þið skiljið.
allavega þá var veðrið Geeeeeðveikt og ég var svo fegin að sjá loksins eitthvað af bretlandi sem ekki er 90% steypa og malbik. þetta er í rauninni mjög fallegt land svona þegar maður pælir aðeins í því. en við fórum semsagt í "smá" göngu á laugardeginum (klifruðum upp snarbratta hlíð inni í skógi, mættum illilegum hundi (sem var svartur), róluðum og borðuðum brauð og salat) og vorum svo bara rólegar á sunnudaginn, sátum heillengi í einhverjum garði, prófuðum að drekka "holla" vatnið sem er einkenni Cheltenham, spiluðum Uno (ALLT of lengi.... alinka neitaði að hætta fyrr en hún myndi vinna a.m.k. einu sinni) og svo eldaði Russ kærasti Zarah fyrir okkur voða góðan kjúkling. njammnjamm.
komst að einu og öðru varðandi malasíu, einu og öðru varðandi dramadrottningar, og einu og öðru varðandi það að ég er greinilega mjög léleg stelpa...
en það var óóóóóóótrúlega gaman og núna er RAUÐI liturinn orðinn næstum því fjólublár! hohoho!
myndir hér (vonandi)