helvítis kellingin bara á leið í sumarbústað á morgun með familíunni. þ.e.a.s. mömmu, ása og jónisæta. svo eru samningarviðræður við Ömmuna um að fá hana með. hún er soldið svona "hard to get" ef þið skiljið.
svo vorum við að spá að drösla kettinum með, en hann er svo bílhræddur að við erum hálf hrædd um að hann muni æla eða pissa á leiðinni. jájájá... fyrirhuguð prumpukeppni og svo verður þvílíkt raðað í sig af nammi og góðum mat að ég býst eiginlega ekkert frekar við því að eiga afturkvæmt.
þvílík sæla að drepast bara úr ofáti.... mmmmmm