miðvikudagur, nóvember 05, 2003

ef þetta er ekki frétt dagsins þá veit ég ekki hvað.
AF HVERJU var þetta ekki á forsíðunni?
jah nú er mér spurn! svona rosalegar fréttir mega bara ekki fara fram hjá fólki! er mogginn alfeg að missa það?
hey kíkið á hvað Þetta er orðið flott hjá mér.
oh ég er svo klááááár....
Bára Klára?
nú veit ég að allavega TVEIR sem að staðaldri lesa bloggið mitt, hafa sungið lagið "Ad Beatam Virginem" eftir hana Báru okkar Grímsdóttur. ég er nefnilega að hlusta á það og mér finnst bara alfeg ENDILEGA að fyrsta stefið "virgo diva, casta nympha" eigi að vera "hrafninn flýgur um aftaninn". svo koma fullt af fimmundar söngs stefjum og ég veit ekki hvað og hvað. gæti verið að þetta lag sé í raun og veru þjóðlagaskotið en í svona líka hrottalega vel gerðum dulbúning?
nei ég segi nú bara svona.... hausinn á mér er hérna ekkvað að flippa. hefur kannski ekkvað með það gera hvað ég er vöknuð og farin að gera hluti fyrir hádegi. tralla la.
en hér er Hrafninn flýgur ljóðið fyrir ljóðelska.
ljóðelska?
oh dear....

Hrafninn flýgur
Hrafninn flýgur um aftaninn
á daginn ekki má,
harður er rauna hagurinn,
hvíldir kann ei að fá.
Seint flýgur krummi á kvöldin.

hæ hæ
þegar ég mæti fólki segi ég oftast "hæ". ég held að það fari alfeg Ó G U R L E G A í taugarnar á sumu fólki hér uppá skjaló.
þannig að ég er jafnvel að spá í að breyta því í "hæ-hæ" við tækifæri.
Hmoooooaaah!
kraftaverk
gott ef ekki að þið, kæru lesendur, eruð orðin vitni að Kraftaverki hér í beinni útsendingu. ég er vöknuð!
já, ég segi það satt. miss tótfríður harðdal er hvorki meira né minna en VÖKNUÐ og klukkan rétt svo 8:20. ég er líka komin útúr húsi og mætt í vinnuna. ég er nú reyndar svo að segja meðvitundarlaus af þreytu, en samt... ég er vöknuð. nú er bara að sjá hvernig úthaldið er að gera sig, hvort ég nái að vaka það langt fram eftir degi að ég nái að gera alla þá hluti sem ég var búin að skrifa niður í svörtu bókina mína. fjúttí fjú.