föstudagur, apríl 23, 2010

takatil tiltaka takk


jónsæti er að vinna þannig að ég er ein heima með fúla kettinum. ég var s.s. að kíkja uppí hann áðan og sjá hvort hann sé nokkuð með tannholdsbólgu sem hann fær stundum, en það virtist vera í ókei-inu. en fýlan hefur núna staðið á annan klukkutíma. ÉG SAGÐI SORRY!
oh jæja.
baðframkvæmdirnar komnar á næstum því loka-level... múrararnir farnir og píparinn búinn að koma og skrifa miða. en samt verður sturtu, vask og klósettlaust fram á mánudag. sem er ástæðan fyrir því ég fer ekki fram og fæ mér vatnsglas þó ég sé svona líka agalega þyrst. það er reyndar klósett í húsinu... niðrí kjallara. oj.
en ég er búin að taka til í 2/5 hluta efriskápanna í eldhúsinu og innri ganginn og næstum því hornið mitt í borðstofunni. mæli ekki með því fyrir börn og hjartveika að láta sér detta í hug að þrífa bak við borð og borðtölvu sem ekki hafa verið hreyfð svo mánuðum skiptir. frekar steypt ástand þar á bak við. svo fannst mér ég verða að taka allt skrifborðið í gegn líka... og er strand. er búin að skipta þessu nokkurnvegin niður í þrjá hauga: drasl, meira-drasl, tunnu-drasl.
bara búin að ákveða hvað ég geri við þann síðastnefnda.
en í bjartsýnni kantinum þá erhægt að nefna það ég fann sápukúlubox... kannski það verði til að gleðja litla loðdýrið (ég reyndi að setja á hann partýgrímu sem ég fann en honum fannst það ekki skemmtilegt).