þriðjudagur, febrúar 08, 2005


ég er mest kúl í heimi eins og sést hér á þessari góðu mynd.

örninn hrapar

þar sem ég er nokkuð vel eftir á í flestu því sem eðlilegt kann að teljast (þroski, nám, tíska) var það fyrst í gær sem ég sá dansk/íslenska þátt "Örninn". verður ekki horft á hann aftur heima hjá mér. nema þá að fjölskyldumeðlimir (eða gestir) hafi illkynja aðskota hluti í maga eða hálsi og þurfi aðstoð við uppsölur.
þetta var svo óhugnanlega væmið að manni stóð nú varla á sama. ætla ég hér með að jarða þennan þátt.
þátturinn byrjar á því að sýna ævi þessa manns sem ég náði alls ekki hvað hét, örn eða hallgrímur eða hallgrímsson eða égveitekkihvað, í formi passamynda úr fókus eða allavega svona temmilega Blurað. allt svona íslenskt og fallegt, skærir litir og ljóshærð börn, hó hó hó. gleymum ekki titil-laginu sem svoaðsegja lekur útum hátalarana á sjónvarpinu, svo leðjulegt er það... á ensku. svo er Örninn sjálfur mættur í flug og er á leiðinni til íslands að heimsækja aldraða móður sína á dánarbeði hennar. aftur kemur blurað myndskeið um ísland og æskuna, einhver kona fer að labba um í lopapeysu berfætt. (kúgast)

svo er honum nottla kippt útúr vélinni, verður að bjarga danmörku, ef ekki bara heiminum frá tvemur "jihad" mönnum mðe byssu. einhver lögga er drepin og 20 mín af þættinum fara í það að sæti aukaleikarinn sem er klár á tölvur þarf að segja lífsglaðri, ljóshærðri, leiðandi fallega barnið þeirra, ekkju löggunnar frá þessu hræðilega "slysi" (maðurinn fékk nefið á sér uppí heila). þarna eru tár og grátur, en svo er harkað af sér. allavega þangað til barnið spyr "er pabbi farinn heim?" eða eitthvað álíka. (Kúúúgast)
gleymum ekki að Örninn sjálfur hefur sko ekki gleymt einu orði úr íslenskunni, talar hana reiprennandi í símann (frekar hægt þó) og fær í kjölfarið fyndin komment. "hvaða hrognamál er nú þetta?" og fleira í þeim dúr. yndislegt og mikill leiksigur. ég hef nú reyndar heyrt því fleygt að hann sé döbbaður. skil þá ekki hvern þeir fengu til að döbba... einhvern holgóma mann sem er þar að auki uppdópaður?
en þátturinn heldur áfram í rúmar 40 mín. því miður. mamman gamla deyr nottla á íslandi, aðallega úr sorg út af því að örninn kom ekki til íslands, eftir því sem Elvaósk segir. (æla) mikill LEIKARI hún Elva, úrskýrir mjög temmilega af hverju íslenskir leikarar leika BARA á íslandi. örninn leysir gátuna, þrátt fyrir að vera nærri því bugaður af sorg (dettur miskunarlaust oft í svona móðukenndar hugsanir um græn engi og konu í lopapeysu) og bjargar deginum. allar yfirlöggurnar sem voru orðnar brjálæðar útí hann fyrirgefa honum undireins. besta atriðið fannst mér þegar einhver gaurinn tók um hausinn á sér og segir "hann er klikkaður!" þegar Örninn fór af stað að bjarga málunum á einhvern tryllingslegan "not by the rules" hátt. sem samt virkaði nottla. reyndar tekst aðal-krimmanum að flýja... til SVÍÞJÓÐAR. týpískt í danskri þáttagerð verð ég gera ráð fyrir.
en ósköðin enda svo á að því örninn blikkar einhverja flugfreyju og klípur í rassinn á löggukonu.
eða svona nærri því.

sannkallaður magatæmir. 5 fötu þáttur. reyndar las ég einhversstaðar að íslenski hreimur Arnarins myndi breytast þegar á liði þáttaröðin, en það væri þá líka EINA ástæðan fyrir því að horfa á þennan hrylling aftur.