föstudagur, ágúst 05, 2005

w og c

nú er ég ekki róttækur feministi eða talsmaður jafnréttis, þó ég ætti náttúrulega að vera það, en í gær fór ég á klósett.
það er VITASKULD ekki í frásögur færandi, nema það að ég átti þar stutta stund með sjálfri mér og fór aðeins að hugsa. sem er nú frekar miklar frásögur.
afhverju eru kvenna klósett og karla klósett?
allir læsa að sér hvort sem er og því er það í rauninni mikil ráðgáta hvort kvenmaður eða karlmaður sé inná hægðarhúsinu þar til hurðin opnast. afhverju er manni ekki fjandans hvort manneskjan er af sama kyni? mér er nú reyndar sama.
svo fór ég að spá afhverju menn (eða konur) myndu hugsanlega vilja láta aðra finna úrgangslyktina sína.
sum dýr merkja svæðin sín með kúk, sum dýr geta fundið á kúkalyktinni hvort eigandi lyktarinnar er í stuði fyrir barneignir...
þetta á samt ekki alfeg við um manneskjur. EINS OG ER. hver veit nema Jón Jónsson bóndi á 17. öld hafi kúkað hringinn í kringum torfbæinn sinn og svo borið eina lúku í hárið á sér áður en hann skellti sér á dansiball? það eru fáar heimildir um það hvernig fólk fór með úrgang.
svo hefur þetta bara þróast.
í staðinn fyrir að allir finni kúkalykt hvors annars þá er búið að einskorða þetta við kynin, hugsanlega til að koma í veg fyrir framhjáhöld?
kannski er þetta líka ein af ástæðunum að fólk er ófeimnara við að koma útúr skápnum núna en það var. án þess að við vitum það sjálf, þá finnum við það á kúkalyktinni hvernig fólk er.
pæling...

svo fór ég líka að spá í WC.
W getur staðið fyrir women en þá er C bara út í loftið.
C getur staðið fyrir Cock en þá er W útí loftið (nema Vigina hafi einu sinni verið skrifað með W)
en svo getur verið að WC sé bara alls ekki úr ensku.
en það er alls ekki úr íslensku svo mér dettur ekkert í hug.

þori að veðja að einhverjum er orðið mál, ha ha!