miðvikudagur, október 08, 2003

Bardúsa.
er asnalegt orð og ég ætla að tala illa um það og orðatiltækið sem því fylgir.
ég var nefnilega að tala við vinkonu mína sem er með skrítna lifur á msn og ég spurði hvað hún væri nú að bardúsa. svo fékk ég bara sálfræðilegt áfall.
hvernig datt mér í hug að spyrja að þessu?!
oj bara!
þetta er svona orðatiltæki sem miðaldra konur í krumpugöllum nota. þetta er ekki einu sinni almennilegt orð! ef þetta væri nú Bar-djúsa þá væri þetta nær lagi, maður gæti notað þetta linnulaus um helgar. t.d: "hey jó,þú þarna sæti strákur með kúlurassinn... hvar á að bardjúsa um helgina?" svo myndi maður blikka getnaðarlega og sleikja útum. svo gæti þetta verið ÞARdúsa, og gæti komið í staðinn fyrir setninguna: "þar skaltu dúsa". fangaverðir gætu notað þetta geggjað mikið. hent fólki í steininn og sagt svo glottandi "Þardúsa!". eða Svar-Músa sem gæti verið svona nagdýraútgáfan af "viltu vinna miljón".
jah, eða ekki. en þetta er í hvert fall (danska dauðans) leiðinlegt og ljótt orð, og ég er hætt með það sama (danska dauðans) að nota það.
hrumpf.
svo hitti ég Kalla Frænda-Kokk áðan. hann er skrítinn. hefur kannski yfir-bardúsað sig? hvað veit maður?
Flóamarkaður
svo er hérna lítil sæt auglýsing frá henni Kötu Árnadóttur ofurfiðlufrekju og vinkonu minni :)

"Lionsklúbburinn Engey heldur árlegan flóamarkað sinn laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. október í Lionsheimilinu að Sóltúni 20, Reykjavík. Sala á flóamarkaðnum hefst báða dagana kl. 13 og stendur til kl. 16.
Fullt hús af góðum fatnaði og munum, tombóla með engum núllum o.fl.
Gerðu góð kaup og líttu inn í Lionsheimilið. Við tökum vel á móti þér.
Allur ágóði rennur til Barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL).

Lionsklúbburinn Engey"

hohoho, allir að kjósa! :)

http://www.ecweb.is/frodi/vikan/kynthokkafyllsti_karlinn
Keyrt á mann fyrir utan strætóstoppistöð
þetta er ekki bara asnaleg fyrirsögn og sláandi, heldur er hún dagsönn líka. kannski er dagsönn ekki alfeg nógu akkúrat orðað, vegna þess að þetta gerðist í gær. ég var semsagt í rólegheitunum að horfa á símann minn og vona að hann myndi nú hringja (já éger mjög einmana manneksja) þegar allt í einu heyrist svona skranshljóð og ég lít upp. þá er bara maður hátt upp í lofti með svarta og græna tösku, skellist svo í góðum fíling oná húddið á bílnum, þaðan niðrá götu.
ég rýk nottla upp með hraðan hjartslátt og í þvílíku sjokki, gamli kallinn sem var þarna líka sagði "guðminn góður" og allt á innsogi. þá stendur bara gaurinn sem fyrir stuttu var fljúgandi um loftin upp og hleypur af stað. Linnir ekki látum fyrr en hann er kominn á stoppistöðina hjá okkur gamla kallinum. við fórum ekkvað að tala við hann á fullu og spurja hvort hann væri í lægi og hvort við ættum ekki að hringja á sjúkrabíl eða ekkvað. en neinei, hann var nú ekki á því. sagðist vera í fínu fjöri. hann var nú reyndar ekkvað þroskaheftur, svo það var soldið erfitt að skilja hann.
svo kemur hlaupandi aumingja manngreyið sem keyrði á hann og var alfeg í sjokki. það var nú reyndar soldið fyndið, af því að hann var útlendingur og talaði soldið vitlaust.
"hvar er manninn? ég keyra mann, hann slys..." og ekkvað fleira í þá áttina. en fórnarlambið fjöruga vildi ekkert við hann tala og sagði bara bless bless í sífellu. svo að aumingja ákeyrandinn fór bara í burtu á bílnum sínum og hinn ákeyrði fór með mér í strætó. ég fylgdist alfeg þvílíkt með honum, bjóst við að það myndi brotna á honum löpp eða handleggur uppúr þurru. en það gerðist ekki og hann skokkaði hress og kátur útúr strætó við Verslunarmiðstöðina Fjörð.
ótrúlegt...