miðvikudagur, október 08, 2003

Flóamarkaður
svo er hérna lítil sæt auglýsing frá henni Kötu Árnadóttur ofurfiðlufrekju og vinkonu minni :)

"Lionsklúbburinn Engey heldur árlegan flóamarkað sinn laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. október í Lionsheimilinu að Sóltúni 20, Reykjavík. Sala á flóamarkaðnum hefst báða dagana kl. 13 og stendur til kl. 16.
Fullt hús af góðum fatnaði og munum, tombóla með engum núllum o.fl.
Gerðu góð kaup og líttu inn í Lionsheimilið. Við tökum vel á móti þér.
Allur ágóði rennur til Barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL).

Lionsklúbburinn Engey"

Engin ummæli: