miðvikudagur, október 08, 2003

Keyrt á mann fyrir utan strætóstoppistöð
þetta er ekki bara asnaleg fyrirsögn og sláandi, heldur er hún dagsönn líka. kannski er dagsönn ekki alfeg nógu akkúrat orðað, vegna þess að þetta gerðist í gær. ég var semsagt í rólegheitunum að horfa á símann minn og vona að hann myndi nú hringja (já éger mjög einmana manneksja) þegar allt í einu heyrist svona skranshljóð og ég lít upp. þá er bara maður hátt upp í lofti með svarta og græna tösku, skellist svo í góðum fíling oná húddið á bílnum, þaðan niðrá götu.
ég rýk nottla upp með hraðan hjartslátt og í þvílíku sjokki, gamli kallinn sem var þarna líka sagði "guðminn góður" og allt á innsogi. þá stendur bara gaurinn sem fyrir stuttu var fljúgandi um loftin upp og hleypur af stað. Linnir ekki látum fyrr en hann er kominn á stoppistöðina hjá okkur gamla kallinum. við fórum ekkvað að tala við hann á fullu og spurja hvort hann væri í lægi og hvort við ættum ekki að hringja á sjúkrabíl eða ekkvað. en neinei, hann var nú ekki á því. sagðist vera í fínu fjöri. hann var nú reyndar ekkvað þroskaheftur, svo það var soldið erfitt að skilja hann.
svo kemur hlaupandi aumingja manngreyið sem keyrði á hann og var alfeg í sjokki. það var nú reyndar soldið fyndið, af því að hann var útlendingur og talaði soldið vitlaust.
"hvar er manninn? ég keyra mann, hann slys..." og ekkvað fleira í þá áttina. en fórnarlambið fjöruga vildi ekkert við hann tala og sagði bara bless bless í sífellu. svo að aumingja ákeyrandinn fór bara í burtu á bílnum sínum og hinn ákeyrði fór með mér í strætó. ég fylgdist alfeg þvílíkt með honum, bjóst við að það myndi brotna á honum löpp eða handleggur uppúr þurru. en það gerðist ekki og hann skokkaði hress og kátur útúr strætó við Verslunarmiðstöðina Fjörð.
ótrúlegt...

Engin ummæli: