þriðjudagur, október 07, 2003

Kvöldskóli fyrir menn


Hvert námskeið er 10 vikur og lýkur með skriflegu prófi. Nemendur fá
viðurkenningarskjal í lok námskeiðsins, sem þeir geta framvísað á
alþjóðlegum markaði.


Námskeiðsnr:
Námskeiðslýsing
Haldið

015501
Hvernig á að smyrja brauðsneið án þess að setja eldhúsið á hvolf.
Skref fyrir skref, sett fram á myndrænanhátt
Mánudaga 17.00-18.30

015402
Klósettpappír- er það satt að maður geti sjálfur sett nýja rúllu á
klósettpappírshaldarann?
Verkleg æfing á verkstæðinu.
þriðjudaga 18.00-20.00

035603
Á að lyfta klósettsetunni áður en maður pissar? Er mögulegt að pissa án
þess að hitta gólf, veggi eða setuna?
Verklegar æfingar.
Mánudagar 18.30-20.00

035604
Grundvallarmunur á baðherbergisgólfinu og þvottakörfunni
Mynda-, ferla- og skipuritasýning.
Föstudaga 16.30-21.30

035605
Er mögulegt að vera góður elskhugi til lengri tíma? Farið verður í
grundvallarmuninn á milli "einnar-nætur-gamans" og innhaldsríks kynlífs.
þetta námskeið er í 3 þrepum. "það þarf meira en tippi til", "Tímasetning
og alúð í verki", "Konur elska með öllum kroppnum". Skriflegt próf og meðmæli
"ástkonu" eru nauðsynleg til að færast á milli þrepa.
Mánudaga 17.30-19.00

052206
Tilvistarkreppa - hefur þú tapað betri helmingnum af sjálfum þér?
Stuðningshópar og heimóknir til íþróttamanna sem hætt hafa að spila.
laugard. 19.00-20.30

072407
Lært að leita að hlutum. Byrjað verður á því að fara í gegnum hvar hlutir
eru vanalega geymdir og stress- og öskurviðbrögð æfð.
Leikþættir og raunverulegar lífsreynslusögur.
Miðvikud. 18.00-21.00

025408
Að gefa konunni blóm og tækifærisgjafir, hefur ekki skaðleg áhrif á
sjálfið.
Sett fram á mynd- og hljóðformi.
Föstudaga 17.00-20.00

011709
Heilbrigðir menn spyrja til vegar þegar þeir villast.
Gestafyrirlesarar og dæmi úr raunveruleikanum.
Miðvikud. 19.30-21.00

102210
Konan undir stýri. Er mögulegt að sitja rólegur og hreyta ekki í hana
ókvæðisorðum í föstudagsumferðinni
Bílhermir.
Mánudaga 18.30-20.00

101811
Hugsum í víddum. Farið verður í grunnmismun á milli mömmu og kærustu/konu.
Stuðst við handbók í byrjun, byggist annars á hlutverkaleik.
þriðjudaga 20.00-21.00

102512
Er hægt að eyða degi í Kringlunni með fjölskyldunni?
Afslöppunnaraðferðir, hugleiðsla og öndunaræfingar.
Föstudaga 15.00-21.00

171513
Hvert er samhengið á milli leikja í enskudeildinni og merkisdaga í
fjölskyldunni?
Gerð persónulegra samhengiskorta og "Til hamingju..."æfingar.
þriðjudaga 18.00-19.30

Skráningarblað

Nafn:

Hjúskaparstaða:

Ár frá því að yfirgefið var foreldrahús:

Fyrri kunnátta:

Ryksuga
Ná í börnin
Uppvask
Ná í börnin á réttum tíma
þvottur
Grunnfærni í innkaupum
Búa um rúm

Leiðbeinendur munu hafa samband við umsækjendur, til ráðleggingar um hvaða námskeiðaval og hvaða stig hentar einstaklingnum

Námskeiðshaldarar

Engin ummæli: