miðvikudagur, júní 18, 2003



pabbi og co. er að fara til ítalíu núna á eftir. það væri nú gaman að fara með, segi það ekki.... liggja í sólinni með volgt mjólkurglas og bíða eftir að vilborg fái frekjukast, hlustandi á tuðið í ömmu og afa 24/7, meðan stór, loðin og eitruð padda er að japla á öðrum kálfanum á mér. (ein voða öfundsjúk) en til að bæta upp geð mitt, þá hefur faðir minn boðist til að lána mér fjölskyldubílinn á meðan. JEY! (reyndar fékk þóra systir húsið... en ég meina hei...) en til að öðlast þessi ótrúlegu bílaréttindi verð ég að keyra hersinguna upp á leifsstöð um tvöleytið. vélin fer nú reyndar ekki fyrr en FIMM, en dagga systir vill alfeg endilega ekki missa einn einasta tíma ónotaðan til þess að kanna listisemdir flughafnarinnar út í hörgul. en kannski kaupir hún ekkvað handa mér :)
ég vaknaði í nótt klukkan hálf fimm og gat ekki sofnað aftur fyrr en rétt rúmlega sjö.
svo þegar ég loksins náði að sofna dreymdi mig hræðilega erótískan draum...
úff.