mánudagur, júní 16, 2003





jey jey jey!
ég er aftur komin með harry potter æði, er að lesa bók númer 2. þá á ég bara eftir að lesa númer 3 og 4, og þá er ég til í tuskið að lesa bók númer 5 sem er alfeg við það að koma út í Bretlandi.
sem minnir mig á hversu yndislegur hann er hann Eyjólfur vinur minn sem býr í London og fer bráðum að koma heim til mín. hann er sætur og skemmtilegur (mjööööög myndarlegur líka), duglegur, góður, vel gefinn, fyndinn, huggulegur, rómantískur, barngóður, hæfileikaríkur og smart í tauinu, vel til hafður, hugmyndaríkur, þolinmóður, umburðarlyndur, heilsuhraustur og aðdáunarverður.
góður vinur og félagi, dúlla, mússí-mússi og krúsílíus.
:)


hey, ég er ekkert búin að minnast á geggjaða partíið sem ég fór í á laugardaginn!
skammi-skammi!
eins og var nú GEÐVGT gaman!
úff, ekkert smá kærkomið party eftir Eiða-dramað og andsetnu börnin.
en ég mætti galvösk heim til hennar Fríðu megabeib (sem er reyndar beiler og þarf að hugsa sitt ráð rækilega!) ásamt þeim Thule-bræðrum og fékk fullt fagið af strengjaleikurum þegar ég mætti. yndislegt. oooh... þarna voru saman komin Baldur, Eydís, Elfa, Sif og Gunni, Eleonora nýklippta og áðurnefnd Fríða, svo fyndnu vinir hennar fríðu, sem eru allir ágætir nema fíblið hann Andri sem skuldar mér pening, hulda 69, Guðni og Steini trúnó. elsku besti sætasti viginir minn var þarna líka og tók milljón geggjaðar myndir og rakel fýlufés lét sjá sig, en fór snemma. og svo var þarna einhver voðalega leiðinleg kunta sem ég nenni ekki einu sinni að segja hvað heitir.
uss hvað hún var leiðinleg.
en við drukkum ótæpilega og ég borðaði eina og 3/4 pulsu, 1/4 hlutinn datt í grasið, thanks kids! það sem maður telur vera vini sína! láta mann hlægja svo að pulsurnar manns detta. anyways...
við drukkum ennþá meira til viðbótar, ég, Baldur og Elfa og fíblið fórum niðrí bæ og eftir því sem mér skildist á Eydísinni, gerðu þau sem eftir voru lítið annað en að æla eftir það. stemmari! :)
en bærinn var bara nettur, tala nú ekki um hinn ótrúlega góða hlölla sem við baldur tróðum oní okkur. namm.
sem minnir mig á papriku-osts-samlokurnar sem ég er um það bil að fara að borða. ekki alfeg hlölli... en...
:)
nú er blogger ekkvað að mis...
maður ætti kannski að taka Atla sér til fyrirmyndar og fá sér bara ekkvað annað forrit... samt ekki. kannski spurning um að fá sér auka skamt af þolinmæði.
það er soldið leiðinlegt að ég get ekki lagað þetta með að allir póstarnir mínir enda á t? í staðinn fyrir hið fagra nafn tóta. hvað er eiginlega málið með blogger? maður skreppur frá í smá stund og allt ætlar um koll að keyra, komið nýtt átlúkk og ég veit ekki hvað og hvað. það liggur við að ég þori ekki að fara til skálholts í byrjun júlí, hvað í óskupunum gæti eiginlega gerst?
oooh það er svo gott að vera komin heim og á skjaló. nammi namm, komin með ekta gott kaffi í bolla og farin að lesa yfir manntalið, jón er búinn að tuða um menningarsnobbið í landsmönnum og hversu mjög hann vildi óska að Íslenska Óperan væri lögð niður, svo að allt er loksins orðið eins og það á að sér að vera.
aaaaahhhh.
hey!!!
hvað er málið með íslensku stafina?!

aaaaaaarrrrrgggh!
ég er komin heim.
Egilstaðir spegilsstaðir, eiðar skeiðar.
þetta var bara helv. ferð, með svo miklu drama að það hálfa væri nóg. og ekki bara nóg, heldur FULL-mikið nóg. :) en samt stemming. herra jóhann (Don Giovanni) er bara fín ópera og mæli ég eindregið með henni, hún er bæði ofbeldisfull, sálræn og full af klámi, þannig að það vantar bara ekkert.
en úff hvað ég kynntist skemmtilegu fólki. jahérna. nefni fyst hana Svöfu sætu, mega horn leikara og skvísu, sem keypti sér skó og svo hana Alex sem er bloggari og mjög sniðug. sóley flauta hristi af sér rykið og svo kynntist ég líka henni Tobbu sellóstelpu að ógleymdri víólubeibinu henni Korku sem er að fara til sviss í sumar.
ooooohhhhh hvað mig langar til sviss!
en allavega. hérna á skjaló er allt í klessu, maður má greinilega ekki bregða sér frá í 2 vikur án þess að fólk gangi af göflunum, adda hérna komin með einhvern framkvæmda sjóð og ný stelpa farin að slá inn manntöl. jesús minn! en sem betur fer tók ég 2 samlokur með mér í nesti og þær eru báðar með paprikuosti.
yeah!