þar sem bullið nær yfirhendinni oftar en þig grunar // the blabbering blob
mánudagur, júní 16, 2003
hey, ég er ekkert búin að minnast á geggjaða partíið sem ég fór í á laugardaginn!
skammi-skammi!
eins og var nú GEÐVGT gaman!
úff, ekkert smá kærkomið party eftir Eiða-dramað og andsetnu börnin.
en ég mætti galvösk heim til hennar Fríðu megabeib (sem er reyndar beiler og þarf að hugsa sitt ráð rækilega!) ásamt þeim Thule-bræðrum og fékk fullt fagið af strengjaleikurum þegar ég mætti. yndislegt. oooh... þarna voru saman komin Baldur, Eydís, Elfa, Sif og Gunni, Eleonora nýklippta og áðurnefnd Fríða, svo fyndnu vinir hennar fríðu, sem eru allir ágætir nema fíblið hann Andri sem skuldar mér pening, hulda 69, Guðni og Steini trúnó. elsku besti sætasti viginir minn var þarna líka og tók milljón geggjaðar myndir og rakel fýlufés lét sjá sig, en fór snemma. og svo var þarna einhver voðalega leiðinleg kunta sem ég nenni ekki einu sinni að segja hvað heitir.
uss hvað hún var leiðinleg.
en við drukkum ótæpilega og ég borðaði eina og 3/4 pulsu, 1/4 hlutinn datt í grasið, thanks kids! það sem maður telur vera vini sína! láta mann hlægja svo að pulsurnar manns detta. anyways...
við drukkum ennþá meira til viðbótar, ég, Baldur og Elfa og fíblið fórum niðrí bæ og eftir því sem mér skildist á Eydísinni, gerðu þau sem eftir voru lítið annað en að æla eftir það. stemmari! :)
en bærinn var bara nettur, tala nú ekki um hinn ótrúlega góða hlölla sem við baldur tróðum oní okkur. namm.
sem minnir mig á papriku-osts-samlokurnar sem ég er um það bil að fara að borða. ekki alfeg hlölli... en...
:)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli