mánudagur, júní 16, 2003





jey jey jey!
ég er aftur komin með harry potter æði, er að lesa bók númer 2. þá á ég bara eftir að lesa númer 3 og 4, og þá er ég til í tuskið að lesa bók númer 5 sem er alfeg við það að koma út í Bretlandi.
sem minnir mig á hversu yndislegur hann er hann Eyjólfur vinur minn sem býr í London og fer bráðum að koma heim til mín. hann er sætur og skemmtilegur (mjööööög myndarlegur líka), duglegur, góður, vel gefinn, fyndinn, huggulegur, rómantískur, barngóður, hæfileikaríkur og smart í tauinu, vel til hafður, hugmyndaríkur, þolinmóður, umburðarlyndur, heilsuhraustur og aðdáunarverður.
góður vinur og félagi, dúlla, mússí-mússi og krúsílíus.
:)

Engin ummæli: