fimmtudagur, janúar 06, 2005

herra og frú danmörk 2005...

... hér kem ég. búið ykkur undir mikinn víóluleik og afburða kunnáttu í tónheyrn, hljómfræði og tónlistarsögu, svo ég minnist nú ekki á hið Magnaða píanóspil sem mun heilla prófshaldara konungslega danska tónlistarskólans uppúr fleiru en bara skónum, he he he.
eða það.
var semsagt að leysa út jólagjöfina frá ástkærri móður minni og mun fljúga á vit góðra pulsna þann 24. janúar með gæðaflugfyrirtækinu icelandic express.
brottför áætluð síðar (1. febrúar). nú er bara að setja bjórinn í kæli... eða ætti ég að segja: nu skal i sette öllen i köleren?
muuuu hu hu :(
diskurinn með ógeðslega góða og flotta víóluleikaranum Garth Knox sem ég ætlaði að kaupa á Amazon "is currently unavailable" líka bókin um Boy George.
ég á svo bágt, muuuuu hu hu hu, aumingja ég.

í gær...

...var ömurlegur dagur. einn af þessum égvildiaðégværiskjalbakaáhafsbotni dagur, svo ég eyddi nær öllum deginum uppí sófa með flísteppi, ullarteppi og sæng. mamma var samt góð við mig og gaf mér grænmetis-súpu og rúgbrauð, Hildigunnur var líka góð, vakti mig 5 mín eftir að tíminn sem ég var að sofa yfir mig í var byrjaður og gaf mér svo frí. síðan var Þórunn líka ofsalega góð við mig í söngtímanum mínum, þannig að ég þurfti eiginlega ekkert að syngja, sem betur fer, því þá hefði ég farið að væla og það hefði hvorki mér né henni þótt skemmtilegt.

þannig að staðan er: tóta-3, heimurinn-1.

en þar sem heimurinn er miklu stærri en ég (þó ég hafi fitnað um jólin) líður mér ennþá eins og sjávarskriðdýri.