miðvikudagur, september 11, 2002

jæja, komin úr tímanum hjá schiffer. reyndar fyrir löngu, er búin að vera hér í vinnunni síðan tólf.meira að segja búin að yfirlesa einar 30 blaðsíður af helvítis danska kansellíinu.
je.
eða þannig.
ég er svo skelfingar þreytt að ég bara næ ekki neinni átt. er bara alls ekki með allri mér þessa dagana. var að skoða heimasíðuna hans Baldurs Páls, hún er mjög skemmtileg, enda eru svo margar myndir af mér þar. skrítið hvað manni finnst alltaf skemmtilegast að skoða myndir þar sem maður sjálfur er að gera eitthvað.
nema nottla þegar eru myndir af sætum strákum, mér finnst skemmtilegra að skoða það. híhí.
:)
en annað sem mér finnst ekki jafn skemmtilegt, er að það er ekki hægt að senda manninum póst því að pósthólfið hans er fullt. það er nú verra.
skammi skamm Balli-Palli (ef hann er að skoða þetta, þ.e.a.s.)
jæja.
kominn 11. september. hvað svo sem það á nú að þýða. allir í volli. en ég á einn dag eftir í heimi hinna hamingjusömu, og ætla mér að nýta hann vel. sem myndi nú samt nýtast mér aðeins betur, hefði ég ekki farið svona ógeðslega seint að sofa. jesús.
og svo er ég aðfara á masterklass námskeið klukkan ellefu.
Ellefru.
eru efrur í lon-don?
æj mu.
mu-mu-mu-mu-mu!