þriðjudagur, júní 24, 2003


taldandi um að vera í miklu flippi, Prokovieff samdi "óperu" sem heitir "ástir þriggja appelsína". djöfl er hann geggjaður maður :)
svo er ég núna að hlusta á konsert fyrir túbu og bassa eftir SNILLINGINN R. Vaugh Williams. vá, hvað túbur eru æðislegar! garg. -->ég er ekki að reyna við þig Finnbogi! það er meira að segja kadensa og ég veit ekki hvað og hvað. geggjaður konsert. ég bara verð að eignast þetta. williams er líka flottur. algjör töffari.
www.beethoven.com er snilldarstöð, þrátt fyrir að vera Ú-HÚ-BE-HER amrískir dauðans. :)
gat verið!

tulll
Thu ert Will og Grace! Lif thitt getur verid daldid
snuid. Thu ert alveg ruglud/adur i thessum
stora heimi og vinir thinir eru allir klikk! En
hafdu ekki ahyggjur. Etta reeeddast.


hvada skjareinn thattur ert thu?
brought to you by Quizilla
þetta er nú meiri vinnustaðurinn sem ég vinn á. í kaffinu kom Hrafn með norskt klámblað frá 1970 og las upp fyrir gesti og gangandi, talaði svo linnulaust um hvað blaðið væri ógeðslegt og mikið subburit. áttaði sig svo seinna að hann var allur útataður í prentsvertu, svo það lá í augum uppi að hann var greinilega búin að lesa það spjaldana á milli.
eiríkur kom með köku og Jón torfason hljóp út þegar jón viðar byrjaði að tala um einu konuna sem hafði elt hann á röndum.
þegar hann var að vinna á elliheimili í gautaborg, en gellan var vistmaður og elliær.
mér var hrósað fyrir að vera fjölhæf (slæ inn, geri fanta auglýsingar, starfræki stefnumótaþjónustu og sé til þess að kaffið klárist) og Adda viðurkenndi að hún var hætt að eltast við karlmenn.
ekki furða að nýju starfsmennirnir eru mættir eldsnemma á morgnana til að geta hætt snemma....
bíllinn hans jesú :)

Björk og Bjarni komin yfir á aumingjalistann. þeim var nær.
svo henti ég fallegu java-klukkunni út. hún hægði á síðunni. mjög mikið.

ég gerði eitt magnað í morgun... ég svaf VILJANDI yfir mig. ég þarf hvort sem er að vera í vinnunni þangað til að dj* helv* Siglufjarðar viðbj* æfingin byrjar kl. 1900, svo ég gat alfeg leyft mér að mæta seint. HAH!
eins og sést þá var æfingin í gær leiðinleg, MJÖG leiðinleg. allt í einu kemur í ljós að þessar "þjóðlagaútsetningar" eru eftir nemendur í TÓNSKÁLDADEILD! þannig að ég er að endur upplifa ógeðslegu vikuna sem ég átti hér um páskana, mér til mikils hryllings. hefði ég vitað þetta, hefði ég ekki tekið þátt. ALS EKKI. ég þoli ekki nútíma tónlist, sem gengur út á það að vera öðruvísi en öll önnur tónlist, BARA vegna þess að hún er öðruvísi. það er eins og fólki finnist ekki gaman að gera fallega tónlist lengur, sé bara endalaust að hugsa um hvernig það getur notað venjulega klassísk hljóðfæri til að búa til ný hljóð.
HEELLLLOOOO PEOPLE!!!
það er árið 2003! það eru ekki TIL nein ný hljóð!
urg, hvað ég varð úrill í gær. svo er meðal aldurinn í hljómsveitinni svona í kringum 12 árin, ennþá yngri en á eiðum (ekkvað sem ég taldi ótrúlegt) og ég skal éta hattinn minn ef einhver af þessum ólánsömu börnum hefur spilað nútímatónlist áður.
það skal tekið fram að gæðablóðið hún Alex er algjörlega undanskilin þessum fullyrðingum...
svo er kallinn ekkvað að æsa sig og heimta að maður æfi þetta heima!
hvað heldur hann eiginlega að hann sé með? einhverja professjónal hljómsveit sem sérhæfir sig í nútíma-ógeðs-tónlist?
nó sör, hér eru börn.
hvar eru barnalögin?


reyndar er þetta ekki alslæmt, víóludeildin er BRILLJANT og sellóin frábær (ég, þórunn vala, korka, tobba, tóri og júlía). svo hljóta nú blásararnir að vera örlítið eldri.... ég geri mér jafnvel vonir um að eistun séu gengin niður í karlkyninu.