þriðjudagur, júní 24, 2003


ég gerði eitt magnað í morgun... ég svaf VILJANDI yfir mig. ég þarf hvort sem er að vera í vinnunni þangað til að dj* helv* Siglufjarðar viðbj* æfingin byrjar kl. 1900, svo ég gat alfeg leyft mér að mæta seint. HAH!
eins og sést þá var æfingin í gær leiðinleg, MJÖG leiðinleg. allt í einu kemur í ljós að þessar "þjóðlagaútsetningar" eru eftir nemendur í TÓNSKÁLDADEILD! þannig að ég er að endur upplifa ógeðslegu vikuna sem ég átti hér um páskana, mér til mikils hryllings. hefði ég vitað þetta, hefði ég ekki tekið þátt. ALS EKKI. ég þoli ekki nútíma tónlist, sem gengur út á það að vera öðruvísi en öll önnur tónlist, BARA vegna þess að hún er öðruvísi. það er eins og fólki finnist ekki gaman að gera fallega tónlist lengur, sé bara endalaust að hugsa um hvernig það getur notað venjulega klassísk hljóðfæri til að búa til ný hljóð.
HEELLLLOOOO PEOPLE!!!
það er árið 2003! það eru ekki TIL nein ný hljóð!
urg, hvað ég varð úrill í gær. svo er meðal aldurinn í hljómsveitinni svona í kringum 12 árin, ennþá yngri en á eiðum (ekkvað sem ég taldi ótrúlegt) og ég skal éta hattinn minn ef einhver af þessum ólánsömu börnum hefur spilað nútímatónlist áður.
það skal tekið fram að gæðablóðið hún Alex er algjörlega undanskilin þessum fullyrðingum...
svo er kallinn ekkvað að æsa sig og heimta að maður æfi þetta heima!
hvað heldur hann eiginlega að hann sé með? einhverja professjónal hljómsveit sem sérhæfir sig í nútíma-ógeðs-tónlist?
nó sör, hér eru börn.
hvar eru barnalögin?


reyndar er þetta ekki alslæmt, víóludeildin er BRILLJANT og sellóin frábær (ég, þórunn vala, korka, tobba, tóri og júlía). svo hljóta nú blásararnir að vera örlítið eldri.... ég geri mér jafnvel vonir um að eistun séu gengin niður í karlkyninu.

Engin ummæli: