þriðjudagur, maí 17, 2005

góð grein eftir Guðmund Hafsteinsson um Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskólann...
í fyrradag þegar ég var svo södd að ég gat ekki dregið andann almennilega og maginn á mér stóð svo langt útí loftið að ég gat opnað hurðir 5 metrum áður en ég kom að þeim, lofaði ég sjálfri mér að fara í stranga megrun í gær.
ég stóð ekki við það.
í dag ætlaði ég hinsvegar að taka hressilega á því og drekka bara vatn og borða ávexti.

núna er ég búin að vera vakandi í rúma 3 tíma og er nærri vitstola af hungurverkjum, samt búin að drekka tiltölulega mikið af vatni og hugsa mikið um ávexti.
sem er greinilega ekki nógu seðjandi. held þetta endi með óskupum.

sofi sofi

í nótt vaknaði ég og gat ekki sofnað þannig að núna er ég bara búin að sofa í 3 tíma. eða kannski 4. og svo er bara einn maður búinn að hringja í dag og hann heitir Einar Vilhjálmsson. sem er soldið fyndið af því að í gær vorum við að tala um frjálsíþrótta kappa og þarámeðal einar vilhjálmsson.
en af því að ég er svo vansvefta þá datt mér í hug að kannski hefði hann ekkert hringt, ég hefði bara í huganum búið það til að han hefði hringt.
svo er opin útidyrahurðin þannig að mér er orðið mjög kalt.
svo hef ég séð 2 gunnara og klukkan er ekki orðin 11.

jafntog þrettán
woooooooooooooooooooo-hoooooooooooooooooo!

meir seinna :D