laugardagur, mars 01, 2003

verðlaunin fyrir mestu leti í heimi fær....
ég!
fyrir að hafa hangið á netinu heima hjá pabba í rúman klukkutíma og gert ekki RASSGAT!
nú er ég farin niðrí tónó að æfa mig. þó fyrr hefði verið.
skamm skamm!!
jæja, núna er ég upp á stuðlabergi að þamba kafið hans pabba míns. :) dagga systir á leiðinni í afmæli, búin að mála sig eins og gleðikona.
gaman að því.
ég var á æfingu kl. 3 inní tónó rvk og barasta nennti ekki heim til mín, enda miklar líkur á því að mamma sé í þvílíku skapinu, eftir að hafa verið með ömmu í búðum í allan dag. úff. talandi um þolraunir.....
en ég var líka að fatta það að ég byrja næstum alla pósta á "jæja", ætli það sé eitthvað merki um að ég sé klikkuð eða eitthvað svoleiðis?
hmmm....
aldrei að vita :p

Maður dagsins (eða maður gærdagsins): Eyjólfur Eyjólfsson

:) :)