er að springa úr sjálfsánægju búin að:
*föndra, skrifa og senda öll jólakort (næstum því öll... útlendingarnir fá millijólaognýarskort sem er íslenskur siður og altíða)
*kaupa allar jólagjafirnar (nema þessa erfiðu)
*taka til í öllu húsinu (nema svefnherberginu)
og... allskonar.
jájá.
svo er fullur kraftur lagður í það vera ekki tennis, þetta verða fyrstu jólin sem ÉG er gestgjafinn, þeas mamma, ási og amma ætla að koma hingað til okkar jóns og óskars til að borða jólamatinn.
á reyndar eftir að segja þeim að við ætlum í messu kl. 16.30 í Fíladelfíu.... væri gaman að hafa þau með, en maður veit ekki. eitt þeirra þriggja er félagsfælið, eitt fordómafullt og eitt er latt. aldrei að vita samt hverju hægt er að áorka.
svo er ég búin að vera að hlusta á nýja Leonu Lewis diskinn afturogafturogafturogaftur og aftur. hún er æðisleg. ég er næstum því hætt að láta alla söngvara og frægt fólk fara í taugarnar á mér. en það er bara af því að hún er svo flott.
þannig að ef einhver er að brjóta heilann um hvað skal gefa mér í jólagjöf þá vil ég fá svona gulan kjól eins og Leona er í. nei djók. kannski nýja diskinn bara.