áðan eyddi ég töluverðum tíma, umslögum og geðheilsu einnar samstarfskonu minnar ("hvaða píp er þetta alltaf í prentaranum? þetta er svo þreytandi... blebleble") í það að finna út hvernig á að prenta út Umslög á rosaflotta og tæknilega prentaranum (sem er líka skanni og ljósritunarvél)hér á bæ. tókst það að lokum og allir kátir. nema nottla samstarfskonan sem missti nokkra dropa úr geðheilsunni (sem hún má nú ekki við...). svo er ég að rölta niður á skrifstofuna mína, ferlega góð með mig og aldeilis búin að gera gömlu konunum greiða, þegar ég mæti fjármálastjóranum.
með prentara í fanginu.
sem prentar bara út límmiða til að líma á umslög.
stundum er best að vera bara HEIMA HJÁ SÉR undir sæng og láta lífið í friði.